GUITAR HERO!

Forsprakki hljómsveitarinnar Strætiskúrekar (sem Óli spilar í, þið vitið) er ekki bara glettilega góður gítarleikari og lagasmiður.  Hann er líka hetja!  Var meira að segja á forsíðu Smålandsposten í dag.  Hér má sjá hann (til hægri) leiða bankaræningja, sem hann handsamaði í gær, í tugthúsið, en hann starfar sem rannsóknarlögga hér í bæ.

Af öðrum gítarhetjum er það að frétta að Rebekka æfir nú Stairway to Heaven nánast látlaust á gítarinn.  Sem ég sit hér og skrifa þetta berst "We shall overcome" í flutningi Sesselju á franskt horn úr herberginu hennar og blandast flautusólói úr herbergi unglingsins.  Yndislegt!

Diljá litla er með flensu og búin að vera ósköp lasin, með háan hita, hálsbólgu og magaverk.  Hún missti af Lúsíuhátíðinni á leikskólanum í gær og var ægilega leið yfir því og síðan urðum við að fresta afmælisveislunni sem átti að halda fyrir vinina af leikskólanum á morgun.  Pabbi og fjölskylda koma hins vegar á morgun svo að það verður svolítil veisla, síðan koma vinirnir bara um næstu helgi í staðinn.

Úti er snjór yfir öllu og sænski skógurinn eins og á fallegu jólakorti.  Óli var að fara út úr dyrunum og verður að spila með Street Cowboys fram á kvöld.  Sjálf ætla ég að dunda við eitthvert jóladútl, bæta aðeins við skrauti hér og þar og baka kannski eins og eina smákökusort.  Hlusta svo á íslensku jólalögin til að komast í réttu stemninguna.


AÐ KOMA STÓRUM HUNDI TIL INDLANDS...

Ef þið haldið að það að vinna á ferðaskrifstofu gangi bara út á að sitja á rassinum við að selja fólki flugmiða og senda það sælt og glatt í frí til útlanda - ja, þá skjátlast ykkur!

Þessi vika er búin að vera ansi strembin!  Mótmælendur í Tælandi sem lokuðu flugvellinum höfðu mikil áhrif á starf mitt í sænsku Smálöndunum.  Svíar ferðast nefnilega í stríðum straumum til Tælands og þurftum við því að hjálpa fjölda fólks að breyta miðunum sínum þar sem ekkert var flogið þangað í nokkra daga.  Ég sat klukkutímum saman í símanum til að reyna að ná sambandi við hin ýmsu flugfélög út um heim þar sem þau voru EKKI dugleg við að koma upplýsingum áleiðis til ferðasöluaðila.  Sumir kúnnar voru ekki ánægðir og voru með röfl og vesen við okkur, en það er bara eins og gengur og maður lætur það ekkert á sig fá.

Verst af öllu var að séffinn okkar er búinn að vera í fríi síðan ósköpin dundu yfir, í góðu yfirlæti, sól og sælu með Havana-vindil á Kúbu.  Svo við Anders, nýgræðingar í starfinu, höfum heldur betur hlotið eldskírn núna!  Og höfum bara staðið okkur ágætlega!  Tókst að greiða úr vandræðunum og hlutum bæði bros, þakklæti og konfekt að launum!

Í gær héldum við að vandræðunum væri lokið.  Kemur þá ekki inn fastakúnni, hundaþjálfari, sem þarf að komast með stóran hund1797733846_bb2a1a29d9 til Indlands.  Og....?  Nú er ég semsagt orðin sérfræðingur í því að panta pláss fyrir dýrabúr hjá flugfélögum og því hvaða tegundir Boeing-flugvéla og Airbus véla geta tekið hundabúr af tilteknum stærðum og gerðum, veit að hundar þurfa líka vegabréf og hvaða flugfélög fljúga nógu stórum flugvélum frá Skandinavíu til að hundspottið komist með.  Vandinn er bara að ekkert þeirra flýgur á hentugum tíma fyrir viðskiptavininn!  Já, það er margt í mörgu í maga á Ingibjörgu!

Til að bæta GRÁU ofan á svart, held ég svo að ég hafi fundið grátt hár í dag.  Á mínu eigin höfði.  Er samt ekki viss.  Það er svo voðalega slæm birta í íbúðinni í skammdeginu svo ég bíð með að fá panik þangað til á morgun!


NÁTTÚRULYF

Þessi óværa kom upp í skólanum hjá Sesselju fyrir tveimur árum og þá keypti ég náttúrulegt lúsameðal sem heitir Paranix í apóteki hér í Svíþjóð.  Það inniheldur kókosolíu og anís og sagt er að lúsin kafni af anísinu og geti ekki myndað mótefni gegn þessu.  Þetta virkaði á mínu heimili sem angaði af anis í nokkra daga á eftir og hefur lúsin sem betur fer ekki látið sjá sig síðan.

Ég veit ekki hvort þetta fæst á Íslandi en hér er sænska heimasíðan:  http://www.paranix.se/homepage/_SE-se/index.html


mbl.is Lúsin er að verða ónæm fyrir lyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÓLA-JÓLA-JÓLA-LA-LA-LA-LA-LA

 


NÝR SPARIGRÍS

Vegna núverandi efnahagsástands hefur viðskiptabankinn þinn látið hanna nýjan sparibauk sem er betur við hæfi.....

 

SkinnyPig

 


JÓLAMARKAÐUR, GRÆNMETISSÚPA OG SKAUTAR

Það er einhvern veginn alltaf nóg að gera.  Í dag fórum við á jólamarkaðinn í Huseby.  Maður kemst alveg í jólastemninguna við það.  Þetta er gamalt herrasetur og það eru sölubásar út um allt, bæði úti og líka inni í gömlum útihúsum - voða kósý!  Alls kyns handverk, alveg rosalega flott, og kynstrin öll af mat - alls kyns ostum, pylsum, sinnepi, hunangi, sultum, síld, heimagerðu sælgæti o.fl. o.fl. fyrir utan auðvitað sænska jólahlaðborðið.  Og svo getur maður fengið að smakka á öllu áður en maður kaupir. Tounge  Við keyptum Huseby-jólaglögg, rosalega góð heit með piparkökum, brennivínsost, einiberjaöl, hunangssinnep og reyktan regnbogasilung.  Já og smá heimagert nammi.  Nammi namm!  Hefðum við ekki verið búin að sporðrenna grillaðri pylsu hefðum við svo kannski smakkað á villisvíni í pítubrauði.  Ég skora á alla sem vilja prófa eitthvað nýtt að skella sér á sænskan jólamarkað fyrir næstu jól, þeir eru út um allt - á gömlum herrasetrum og í kastölum, t.d. í Kalmar kastala.  Þangað kíkjum við kannski fyrir næstu jól.

Eftir jólamarkaðinn fór Óli með stelpurnar á skauta í skautahöllinni.  Þau fóru líka um síðustu helgi en það er frítt inn í 1,5 tíma á laugardögum.  Diljá hafði bara farið einu sinni eða tvisvar á skauta áður og um síðustu helgi fékk hún svona stuðningsgrind - eiginlega eins og göngugrind - en í dag gerði hún sér lítið fyrir og sleppti grindinni.  Gat sko skautað alveg sjálf! Grin  Rosalega ánægð með sig þegar hún kom heim!40085B7CB97AC870F4C702

Í síðustu viku var Astrid Lindgren vika á leikskólanum hjá henni.  Þau hlustuðu á sögur og horfðu á Emil í Kattholti.  Þau bjuggu til ost sem á að borða með jólamatnum á leikskólanum, fóru á markaðinn í bænum með strætó til að kaupa grænmeti og hjálpuðust svo öll að að skera niður grænmetið og búa til grænmetissúpu - eins og hann Emil borðaði - nema hvað þau stungu ekki höfðinu í súpuskálina á eftir!

Svo er nú kominn tími á að fara að baka eitthvað fyrir jólin, piparkökur, loftkökur, kleinur og laufabrauð - ásamt fleira góðgæti.  Sesselja ætlar svo að bjóða vinkonum sínum hingað til að mála piparkökur.  Það er ekki venja hér heldur borða menn piparkökurnar bara svona naktar og stelpurnar ráku upp stór augu í fyrra, skildu fyrst ekkert í þessu - en fannst þetta svo alveg æðislega gaman - og flott!

Svo í lok nóvember ætlum við á Þakkargjörðarhátíð.  Kærastinn hennar Mariu er frá henni stóru Ameríku og það er ekki hægt fyrir strákgreyið að missa af þessari stóru hátíð, svo hún Irene ætlar að elda kalkún og við Maria verðum ábyrgar fyrir graskersbökunni - "pumpkin pie" - ég er meira að segja búin að finna kennslumyndband á Youtube!

Rebekka verður reyndar fjarri góðu gamni þar sem hún verður í Þýskalandi með lúðrasveitinni þessa helgi.  Það er jólamarkaður í vinabæ Växjö þar í landi og bæjarfélagið hér ætlar að senda lúðrasveitina á staðinn til að spila jólalög!

Semsagt - allir að komast í jólagírinn Grin Grin Grin


ÆTLAR ÓLI GRÍMS AÐ GEFA RÚSSUM KEFLAVÍKURFLUGVÖLL?

Ég sá þessa grein á vefsíðu Dagens Nyheter.  Ef satt er þá spyr ég nú bara:  Er manninum farið að förlast að láta svona?

Islands president till attack

Islands president Olafur Ragnar Grimsson skäller ut Sverige, Danmark och Storbritannien och anklagar dessa länder för att ha vänt islänningarna ryggen.
Det var under en lunch med utländska diplomater i fredags som presidenten kom med sitt kraftiga utfall. Chockerade diplomater kunde knappt tro sina öron, heter det i anteckningar från mötet som norska diplomater sammanställt. Den norska vänstertidningen Klassekampen har tagit del av diplomatrapporten.

"Presidenten gick i hårda ordalag åt många av de företrädda länderna, däribland Sverige och Danmark", står det i den.

Grimsson sägs bland annat ha varit på gränsen till förolämpande mot Storbritannien.

Han sägs också ha hotat med att bryta med gamla allierade och söka sig nya vänner, eftersom de gamla så uppenbart svikit det krisdrabbade landet.

- Nordatlanten är viktig för Norden, USA och Storbritannien, ett faktum som dessa länder verkar ignorera. Då är det bättre att Island skaffar sig nya vänner, uppges Grimsson ha sagt.

Vad som tycks ha upprört diplomatkåren särskilt är att Grimsson kastade fram att Island kan tänka sig att låta Ryssland använda den gamla övergivna amerikanska flygbasen i Keflavik. Uttalandet sägs ha orsakat glatt förvånade ansikten på närvarande ryska diplomater och fått ryssarna att försäkra att Ryssland inte behöver någon bas på Island.

Presidentens uttalanden "skapade närmast vantro och uppgivenhet bland de närvarande ambassadörerna", konstaterar den norska ambassaden i sin rapport hem till UD i Oslo.

Som väntat var det bara Norge och Färöarna som fann någon nåd hos den isländske presidenten. Det har visat sig vara Islands vänner under krisen, sade presidenten. Båda har lovat låna ut pengar på egen hand till Island, medan Internationella valutafonden och de nordiska länderna har tvekat och beslutet om ett utlovat IMF-lån försenats.

Olafur Ragnar Grimsson har sin politiska bakgrund i den isländska vänstern. Presidentmakten är närmast ceremoniell och presidenten har inget formellt inflytande på isländsk utrikespolitik.

SNILLINGAR

Ég átti að byrja á því að skila þakklæti frá Óla fyrir allar afmæliskveðjurnar.  Við tökum svo bara almennilega 2 x 40 ára afmælisveislu næst þegar við komum heim (vonandi á næsta ári) - með sænskri brauðtertu og alles!  Wink

Í öðru lagi viljum við senda hamingjuóskir til krakkanna í Hafnarskóla heima á Hornó, og þjálfarans þeirra, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Legó-keppnina í Íslandi, annað árið í röð!! Grin  Aldrei að vita nema við kíkjum á þau þegar þau keppa í Danmörku!

Annars er allt gott að frétta héðan.  Það kom smá kuldakast í svona 3-4 daga í síðustu viku og í dag var rok og rigning í a.m.k. hálftíma.  Þetta fannst Svíum vera voðalega mikið vont veður og margir drifu í að kaupa ferðir til Kanarí og Tælands!  Að öðru leyti hefur verið hlýtt og milt haustveður og ég hef sparað bæði bensín, bílastæðisgjöld og strætópening og labbað öðru hverju í vinnuna á morgnana.  Afskaplega hressandi.

Unglingurinn minn rétti mér einhverja pappíra þegar ég kom heim í kvöld.  Könnun í náttúrufræðum.  Þar stóð að enginn hefði nokkurn tímann fengið allt rétt og ef maður næði 50% réttum væri maður góður.  Hún náði því!  Svo fór ég nú að spyrja hana hvað þetta væri eiginlega.  Jú, keppni sem hún tók þátt í í skólanum og var hæst yfir skólann sinn!  Snillingurinn minn!! Grin  Og þá spurði ég hana hvað það þýddi eiginlega.  "Ja, þá fer ég áfram".  Maður þarf sko að draga allt svona upp úr henni með stórvirkum vinnuvélum!  Hún fer sem sagt áfram í landskeppni, ásamt tveimur öðrum úr sínum skóla og síðan er "eitthvað á Spáni, einhvern tímann", eins og hún sagði.   Það kemur væntanlega í ljós síðar.  Wizard

Sesselja kom líka voðalega glöð heim úr FAME í síðustu viku (söngleikjanámskeiðið sem hún er á).  Hún á nefnilega að fá að syngja heilt lag ein á næstu sýningu sem verður í febrúar og hún æfir sig öllum stundum.  Síðan ákváðu hún og Diljá í gær að fara að gerast lagahöfundar.  Diljá er alveg eins og Sesselja var á hennar aldri, syngur heilu breiðskífurnar upp úr sér og þessa dagana eru það frumsamin jólalög!  Snillingarnir mínir!! Whistling

Ég læt fylgja með lítið myndband að gamni.  Þessi stelpa heitir Vendela og er í FAME með Sesselju.  Hún tók þátt í Eurovisionkeppni barna í fyrra, þá 10 ára, og varð í öðru sæti hér í Svíþjóð með frumsamda lagið sitt.  Þegar krakkarnir í FAME sungu í kirkjunni fyrir nokkrum vikum síðan söng hún svo fallega að maður fór næstum því að gráta!  Hún á örugglega framtíðina fyrir sér í tónlistinni.


HANN Á AFMÆLI Í DAG!!

Jæja, þá er hann Óli minn búinn að ná mér - fertugur í dag!  Mér sýnist hann aldrei hafa verið sprækari.  Hann er t.d. að bæta einni hljómsveitinni enn í safnið og ef mér telst rétt til eru þær þá orðnar 5 talsins (hann er í Street Cowboys, mánudagsbandinu sem ég veit ekki hvað heitir, Byson Brothers, einni hljómsveit enn sem ég veit ekki hvað heitir og svo þessari nýju sem enn hefur ekki verið gefið nafn).

Við Diljá erum hér heima, hún er búin að vera lasin, fyrst með slæmt kvef og nú er hún með vírussýkingu svo að hún er með blöðrur í munninum og ægilega aum.  Hér kalla menn þetta haustblöðrur en þetta kallast gin- og klaufaveiki hjá dýrum.

Kannski við bökum afmælisköku í dag!  Höfum svo smákaffi fyrir fjölskylduna um helgina en að öðru leyti gerum við ekkert stórt úr þessu.  Kannski bara næst þegar við komum til Íslands!

Knús á línuna Kissing


ENGLAHÁTÍÐ

angel-0009 

Um þarsíðustu helgi var stór englahátíð í Dómkirkjunni hér í Växjö.  Þetta var barnamessa þar sem allir barnakórar bæjarins sungu saman - þar á meðal kórinn hennar Sesselju. Smile  Þetta var virkilega hátíðlegt og skemmtilegt, kirkjan var full út úr dyrum og fagurlega skreytt með englum sem börn á leikskólum bæjarins - þar á meðal Diljá - höfðu búið til.  Öll börnin í kórunum voru með englavængi og líka prestarnir og fullorðna fólkið sem sáu um messuna.

Messan var sérstaklega sniðin fyrir börn og létt og skemmtileg.  Sérstakleg fannst mér myndskreytta bænin þar sem beðið var fyrir börnum heimsins bæði skemmtileg og sorgleg (sjá þýðingu hér neðst).

Eitt af því sem er hefð í sænskum messum er að ganga um með söfnunarbauk og safna fyrir góðu málefni.  Í þetta sinn áttu peningarnir að fara í að fá trúða til að heimsækja börnin á sjúkrahúsinu hér.  (Krökkunum fannst reyndar frekar leiðinlegt að þurfa að syngja sama sálminn allan tímann sem söfnunin var).

Hér er líka alltaf kirkjukaffi eftir messur og í þetta sinn var boðið upp á englakökur (smákökur eins og englar í laginu), svaladrykk og kaffi og síðan var öllum börnum í kirkjunni gefið engla-endurskinsmerki.

Hér í bæ er starfrækt lítil sjónvarpsstöð sem nemar í fjölmiðlamenntaskólanum hér í bæ vinna efni fyrir.  Öll messan var tekin upp af Öppna Växjö kanalen, henni sjónvarpað og síðan sett á netið.  Þið getið horft á messuna hér og ef þið skoðið grannt má sjá Sesselju með blátt hárband og í köflótta skokknum sem Bogga amma gaf henni í afmælisgjöf.  Takið líka eftir englunum í loftinu - engillinn hennar Diljár hangir þar einhvers staðar.  Til að sjá messuna verðið þið að skruna niður hægra megin þar til þið sjáið standa "Änglafest Domkyrkan" og smella á það en fyrst smellið þið hér!

BEÐIÐ FYRIR BÖRNUM HEIMSINS:

Við biðjum fyrir öllum börnum sem snerta allt með súkkulaðikámugum fingrum.  Sem detta í drullupolla og skemma nýju buxurnar sínar.  Sem stroka út þar til það kemur gat í nýju stærðfræðibókina.

Og við biðjum fyrir þeim sem horfa á ljósmyndarana handan gaddavírsgirðingarinnar.  Sem fá aldrei að fara í sirkus.  Sem búa í heimi sem er vaktaður með ljóskösturum.

Við biðjum fyrir öllum börnum sem gefa okkur klístraða kossa og lófa fulla af fíflum án stilks.  Sem eru búin að setja plástur um allan kroppinn.  Og sem sötra súpuna sína.

Og við biðjum fyrir þeim sem fá aldrei eftirrétt.  Og sem eiga ekki neitt notalegt teppi að dröslast með.  Sem horfa upp á foreldra sína deyja.  Sem eiga ekki neitt herbergi til að taka til í.

Við biðjum fyrir börnum sem klára vikupeninginn sinn á mánudegi.  Sem kasta sér í gólfið í búðinni og garga eftir nammi.  Sem geyma skítugu fötin sín undir rúminu.  Sem hrópa í kirkjunni og garga í símann.

Og við biðjum fyrir börnum sem búa við stöðugan ótta.  Sem enginn einasta manneskja dekrar við.  Sem leggjast svöng fyrir á kvöldin og gráta sig í svefn.

Við biðjum fyrir börnum sem vilja láta bera sig og þeim sem þarf að bera.

Herra, við biðjum fyrir öllum þeim yndislegu börnum sem eru í kringum okkur.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband