REBEKKA STÓÐST INNTÖKUPRÓFIÐ!!

Bara láta ykkur vita!!  Af 53 sem þreyttu inntökuprófið hlutu 16 inngöngu í tónlistarval Katedralskólans sem er menntaskólinn sem Rebekka fer í í haust.  Og Rebekka var auðvitað ein af þeim enda æfir hún sig stundum í nokkra tíma á dag á flautuna.  Rosalega dugleg!

Í gær vorum við á æðislegum tónleikum í konserthúsinu hér.  3 lúðrasveitir léku og söngkonan Sanna Nilsen, sem er mjög þekkt hér, söng nokkur lög með þeim.  Það var leikið allt frá klassík upp í þungarokk.  Allt frá "New York, New York" upp í Bohemian Rhapsody.  Allt frá Evert Taube upp í Ozzy Osbourne.  Og síðan kom Sanna Nilsen og söng fullt af fallegum ballöðum, alveg mögnuð söngkona!

Þangað til ég get sett inn sýnishorn af Sönnu og lúðrasveitum Växjöbæjar, getið þið kíkt á frumraun Sesselju (10 ára) sem trommuleikara.  Þetta var tekið á tónleikum Rokkskólans fyrir nokkrum vikum.  Foreldrar bassaleikarans tóku þetta upp, hljóð- og myndgæði eru ekkert frábær og það vantar helminginn af laginu, en við látum okkur hafa það.  Bassaleikarinn Mira er auðvitað í forgrunni en það sést glitta í Sesselju á bak við hana þar sem hún syngur og lemur húðir af miklum móð!  Góða skemmtun! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru snildarbörn sem þið eigið. Það vantar ekkert nema að Diljá hafi eigin matreiðsluþátt í sænska sjónvarpinu. Til lukku með frábæra krakka.

Kveðja frá 8c

Ragna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Aðalheiður Haraldsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Til hamingju elsku besta Rebekka min, thad er sko ekki spurning ad med Ola og Heidu sem foreldra tha ert thu brilljant.... Kossar og knus til ykkar allra, og eg tek undir med henni Rognu, thid eigid brilliant stelpur, og eg er stoltasta fraenka i heimi, stoltasta og olettasta........................

Bertha Sigmundsdóttir, 5.4.2009 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband