,,ÞVÍ AÐ TENNURNAR HVERFA EIN OG EIN..."

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1249700

Ég var að lesa þessa frétt á www.mbl.is um að Siv Friðleifsdóttir vilji koma á ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir ákveðna árganga barna, þar sem tannheilsa 12 ára barna á Íslandi sé mun verri en barna á hinum Norðurlöndunum.  Og það er nú ekkert skrítið því að á hinum Norðurlöndunum er tannlæknaþjónusta barna ókeypis, hér í Svíþjóð er hún ókeypis til 18 ára aldurs!  Og skattgreiðendur eru ekkert að kvarta yfir því, enda eiga þeir flestir börn!

Þá rísa hér upp ungir, barnlausir menn sem sumir hverjir vilja innleiða hið rómaða bandaríska heilbrigðiskerfi, þar sem aðeins þeir sem hafa efni á heilsugæslu geta nýtt sér hana, hinir megi bara deyja drottni sínum.  Þeir eiga kannski eftir að skipta um skoðun þegar þeir eignast sjálfir börn.  Þessir ungu háskólamenntuðu menn á framabraut ættu líka að hafa það hugfast hverjir það voru sem greiddu fyrir menntun þeirra.  Þeir vilja kannski líka taka upp skólagjöld í öllum skólum á framhalds- og háskólastigi?  Eins og stéttskiptingin á Íslandi sé ekki orðin nógu mikil nú þegar.

Ég varð bara reið þegar ég las þessi bjánalegu rök gegn ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn.  Við megum ekki alltaf líta á skattana sem óvin okkar.  Þetta er sameiginlegur sjóður sem á að nota til að jafna kjör landsmanna t.d. varðandi heilsugæslu og menntun.  Vandinn er að honum er ekki nógu skynsamlega varið af þeim sem með valdið fara.

Og gleymum ekki börnunum í þessu samhengi.  Eiga ekki öll börn að eiga rétt á viðunandi heilsugæslu óháð fjárhagslegri afkomu foreldranna?  Spáum aðeins í það!


mbl.is Vill að tilteknir árgangar barna fái ókeyps tanneftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband