FRAMLAG SVÍA TIL EUROVISION Í ÁR:

Keppnin var ótrúlega jöfn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu stigunum.  12 dómnefndir gáfu stig frá einu og upp í tólf, rétt eins og í Eurovision og af þeim 11 lögum sem kepptu held ég að 9 þeirra hafi fengið 12 stig, sem sagt afar jöfn keppni. Síðan bættist símakosningin við sem hafði jafnt vægi á  við dómnefndirnar, lagið sem fékk fæst stig fékk þá 12 og það sem fékk flest stig fékk 144.  Og þá færðist nú fjör í leikinn og skiptust lögin á að vera í efsta sætinu.  Þegar einungis átti eftir að deila út síðustu stigunum var Carolina av Ugglas á toppnum en tvö önnur lög áttu möguleika á sigrinum.

Og það var óperusöngkonan Malena Ernman sem skaut öllu poppglamrinu og Idol-stjörnunum ref fyrir rass og sigraði keppnina.  Sjálfsagt varð enginn eins undrandi yfir því og hún sjálf.

Hér má sjá sigurlagið!  Til hamingju Hulda, þá veit ég hvaða lag þú kýst í Eurovision í ár Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur þáttur og heilmikið show. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Já, Svíarnir gera mjög mikið úr undankeppninni og hún er rosalega flott!  Hún er eiginlega stærri en Eurovisionkeppnin og það er mjög stórt fyrir tónlistarmenn að komast í keppnina því að undirstaðan á vinsældalistunum hér eru lög úr Melodifestivalen, en þetta veist þú sjálfsagt sem fyrrverandi íbúi hér  Oftast er þetta mjög einsleit keppni og þess vegna fannst mér frábært að lögin tvö sem voru "öðruvísi" í ár skyldu lenda í efstu tveimur sætunum

Aðalheiður Haraldsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband