ENGLAHÁTÍÐ

angel-0009 

Um þarsíðustu helgi var stór englahátíð í Dómkirkjunni hér í Växjö.  Þetta var barnamessa þar sem allir barnakórar bæjarins sungu saman - þar á meðal kórinn hennar Sesselju. Smile  Þetta var virkilega hátíðlegt og skemmtilegt, kirkjan var full út úr dyrum og fagurlega skreytt með englum sem börn á leikskólum bæjarins - þar á meðal Diljá - höfðu búið til.  Öll börnin í kórunum voru með englavængi og líka prestarnir og fullorðna fólkið sem sáu um messuna.

Messan var sérstaklega sniðin fyrir börn og létt og skemmtileg.  Sérstakleg fannst mér myndskreytta bænin þar sem beðið var fyrir börnum heimsins bæði skemmtileg og sorgleg (sjá þýðingu hér neðst).

Eitt af því sem er hefð í sænskum messum er að ganga um með söfnunarbauk og safna fyrir góðu málefni.  Í þetta sinn áttu peningarnir að fara í að fá trúða til að heimsækja börnin á sjúkrahúsinu hér.  (Krökkunum fannst reyndar frekar leiðinlegt að þurfa að syngja sama sálminn allan tímann sem söfnunin var).

Hér er líka alltaf kirkjukaffi eftir messur og í þetta sinn var boðið upp á englakökur (smákökur eins og englar í laginu), svaladrykk og kaffi og síðan var öllum börnum í kirkjunni gefið engla-endurskinsmerki.

Hér í bæ er starfrækt lítil sjónvarpsstöð sem nemar í fjölmiðlamenntaskólanum hér í bæ vinna efni fyrir.  Öll messan var tekin upp af Öppna Växjö kanalen, henni sjónvarpað og síðan sett á netið.  Þið getið horft á messuna hér og ef þið skoðið grannt má sjá Sesselju með blátt hárband og í köflótta skokknum sem Bogga amma gaf henni í afmælisgjöf.  Takið líka eftir englunum í loftinu - engillinn hennar Diljár hangir þar einhvers staðar.  Til að sjá messuna verðið þið að skruna niður hægra megin þar til þið sjáið standa "Änglafest Domkyrkan" og smella á það en fyrst smellið þið hér!

BEÐIÐ FYRIR BÖRNUM HEIMSINS:

Við biðjum fyrir öllum börnum sem snerta allt með súkkulaðikámugum fingrum.  Sem detta í drullupolla og skemma nýju buxurnar sínar.  Sem stroka út þar til það kemur gat í nýju stærðfræðibókina.

Og við biðjum fyrir þeim sem horfa á ljósmyndarana handan gaddavírsgirðingarinnar.  Sem fá aldrei að fara í sirkus.  Sem búa í heimi sem er vaktaður með ljóskösturum.

Við biðjum fyrir öllum börnum sem gefa okkur klístraða kossa og lófa fulla af fíflum án stilks.  Sem eru búin að setja plástur um allan kroppinn.  Og sem sötra súpuna sína.

Og við biðjum fyrir þeim sem fá aldrei eftirrétt.  Og sem eiga ekki neitt notalegt teppi að dröslast með.  Sem horfa upp á foreldra sína deyja.  Sem eiga ekki neitt herbergi til að taka til í.

Við biðjum fyrir börnum sem klára vikupeninginn sinn á mánudegi.  Sem kasta sér í gólfið í búðinni og garga eftir nammi.  Sem geyma skítugu fötin sín undir rúminu.  Sem hrópa í kirkjunni og garga í símann.

Og við biðjum fyrir börnum sem búa við stöðugan ótta.  Sem enginn einasta manneskja dekrar við.  Sem leggjast svöng fyrir á kvöldin og gráta sig í svefn.

Við biðjum fyrir börnum sem vilja láta bera sig og þeim sem þarf að bera.

Herra, við biðjum fyrir öllum þeim yndislegu börnum sem eru í kringum okkur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

jamm....  yndisleg bæn.

Elín Helgadóttir, 27.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Skil alveg hvad thu meinar, fyndin og sorgleg baen, og thad er aedislegt ad heyra um fraenkur minar, syngjandi i kor og buandi til engla, mikid sakna eg ykkar allra... Eg vona ad allir hafi thad gott, og elsku Heida min, ertu til i ad senda mer heimilisfangid ykkar, aftur, eg er med sma kassa til ykkar, sem eg er buin ad vera a leidinni ad senda sidustu tvaer vikur i taeka tid fyrir Hrekkjarvokuna, en thid hafid vonandi gaman af thvi thegar thad kemur, tho seint se. Vonast til thess ad heyra i ykkur fljotlega... Ykkar Bertha og co.

Bertha Sigmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 05:07

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er fallegt

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband