JÓLAMARKAÐUR, GRÆNMETISSÚPA OG SKAUTAR

Það er einhvern veginn alltaf nóg að gera.  Í dag fórum við á jólamarkaðinn í Huseby.  Maður kemst alveg í jólastemninguna við það.  Þetta er gamalt herrasetur og það eru sölubásar út um allt, bæði úti og líka inni í gömlum útihúsum - voða kósý!  Alls kyns handverk, alveg rosalega flott, og kynstrin öll af mat - alls kyns ostum, pylsum, sinnepi, hunangi, sultum, síld, heimagerðu sælgæti o.fl. o.fl. fyrir utan auðvitað sænska jólahlaðborðið.  Og svo getur maður fengið að smakka á öllu áður en maður kaupir. Tounge  Við keyptum Huseby-jólaglögg, rosalega góð heit með piparkökum, brennivínsost, einiberjaöl, hunangssinnep og reyktan regnbogasilung.  Já og smá heimagert nammi.  Nammi namm!  Hefðum við ekki verið búin að sporðrenna grillaðri pylsu hefðum við svo kannski smakkað á villisvíni í pítubrauði.  Ég skora á alla sem vilja prófa eitthvað nýtt að skella sér á sænskan jólamarkað fyrir næstu jól, þeir eru út um allt - á gömlum herrasetrum og í kastölum, t.d. í Kalmar kastala.  Þangað kíkjum við kannski fyrir næstu jól.

Eftir jólamarkaðinn fór Óli með stelpurnar á skauta í skautahöllinni.  Þau fóru líka um síðustu helgi en það er frítt inn í 1,5 tíma á laugardögum.  Diljá hafði bara farið einu sinni eða tvisvar á skauta áður og um síðustu helgi fékk hún svona stuðningsgrind - eiginlega eins og göngugrind - en í dag gerði hún sér lítið fyrir og sleppti grindinni.  Gat sko skautað alveg sjálf! Grin  Rosalega ánægð með sig þegar hún kom heim!40085B7CB97AC870F4C702

Í síðustu viku var Astrid Lindgren vika á leikskólanum hjá henni.  Þau hlustuðu á sögur og horfðu á Emil í Kattholti.  Þau bjuggu til ost sem á að borða með jólamatnum á leikskólanum, fóru á markaðinn í bænum með strætó til að kaupa grænmeti og hjálpuðust svo öll að að skera niður grænmetið og búa til grænmetissúpu - eins og hann Emil borðaði - nema hvað þau stungu ekki höfðinu í súpuskálina á eftir!

Svo er nú kominn tími á að fara að baka eitthvað fyrir jólin, piparkökur, loftkökur, kleinur og laufabrauð - ásamt fleira góðgæti.  Sesselja ætlar svo að bjóða vinkonum sínum hingað til að mála piparkökur.  Það er ekki venja hér heldur borða menn piparkökurnar bara svona naktar og stelpurnar ráku upp stór augu í fyrra, skildu fyrst ekkert í þessu - en fannst þetta svo alveg æðislega gaman - og flott!

Svo í lok nóvember ætlum við á Þakkargjörðarhátíð.  Kærastinn hennar Mariu er frá henni stóru Ameríku og það er ekki hægt fyrir strákgreyið að missa af þessari stóru hátíð, svo hún Irene ætlar að elda kalkún og við Maria verðum ábyrgar fyrir graskersbökunni - "pumpkin pie" - ég er meira að segja búin að finna kennslumyndband á Youtube!

Rebekka verður reyndar fjarri góðu gamni þar sem hún verður í Þýskalandi með lúðrasveitinni þessa helgi.  Það er jólamarkaður í vinabæ Växjö þar í landi og bæjarfélagið hér ætlar að senda lúðrasveitina á staðinn til að spila jólalög!

Semsagt - allir að komast í jólagírinn Grin Grin Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman af jólastemmingunni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svíþjóð fyrir jólin - dásamlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband