Aðalheiður Haraldsdóttir
Aðalheiður Haraldsdóttir (Heiða) og Ólafur Karl Karlsson (Óli Kalli) eru ágætisfólk á þeim aldri sem allt er mögulegt!. Hún er íslenskufræðingur og fyrrum kennari í þeim fræðum - hann múrarameistari og trommuleikari. Hún úr Reykjavík - hann Hornfirðingur í bak og fyrir. Hún hefur áhuga á tónlist, matargerð, bókmenntum og ferðalögum. Hann hefur áhuga á að hlusta á tónlist, spila tónlist og að borða matinn hennar Heiðu. Saman eiga þau þrjár frábærar stelpur, Rebekku Dröfn, Sesselju Mist og Diljá Fönn, sem allar eru stolt þeirra og gleði! Sumarið 2006 flutti fjölskyldan búferlum til Svíaríkis þar sem þau una glöð sínum hag.
Óli vinnur við múrverk og spilar á trommur í 3 hljómsveitum, Heiða hefur lokið námi í ferðaskrifstofufræðum í Svíþjóð og vinnur á ferðaskrifstofunni Big Travel.
Rebekka stundar skólann af kappi auk tónlistarskóla, lúðrasveitar og sundæfinga. Sesselja er einnig í tónlistarskóla, ballet og á söngleikjanámskeiði og Diljá litla leikur við vini sína á leikskólanum.