ÞAÐ ER ALLT Í HIMNALAGI...hjá okkur!

Ég hef verið afar ódugleg að blogga upp á síðkastið en varð að láta vita af okkur því eins og menn hafa séð í fréttum heima þá gekk mannskaðaveður yfir hér í Svíþjóð í gær.  Þrír létust þegar þeir urðu undir fallandi trjám, þar á meðal 9 ára drengur.  Það þykja ekki mikil tíðindi á Íslandi þó að vindur fari í 30-40 metra á sekúntu en þar eru aðstæður bara allt aðrar en hér.  Hér stafar helsta hættan af fallandi trjám.  Fyrir utan hættuna sem fólki getur stafað af þeim, slíta þau rafmagnslínur og teppa umferð bíla og járnbrautarlesta og það getur tekið nokkurn tíma að hreinsa þau í burtu svo að allt verði nú eðlilegt á ný.

Við urðum ekki fyrir neinum óþægindum af völdum veðursins og okkur fannst veðrið ekkert svo svakalegt.  Margir eru rafmagnslausir, María systir er t.d. ekki að vinna í dag því að skólinn hennar er rafmagnslaus, og það hefur verið símasambandslaust hjá pabba.

Í gær, þegar Sesselja var að fara að sofa, leit hún út um herbergisgluggann sinn sem snýr út að smáskógi.  Eftir endilöngum stígnum sem liggur að leikvellinum þar, lá nokkurra metra langt tré og annað hallaði grunsamlega mikið undir flatt.  Þetta varð til þess að hún vildi ekki sofa inni hjá sér, þrátt fyrir að veðrið væri gengið yfir hjá okkur.

Hér lauk jólunum ekki fyrr en sl. laugardag, þ.e. 13. janúar.  Sænsku jólin standa semsagt yfir í 20 daga svo að það var sannkallaður ,,jólabónus" fyrir okkur.  Ég er enn í hálfgerðum jóladvala en ætla nú að fara að hrista hann af mér!

Hér má sjá myndir af afleiðingum veðursins í gær.

Tré féllu á bíla í Linköping (www.dn.se)

Frá Linköping

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er frá Stokkhólmi (www.dn.se


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Heiða og Óli og stelpur

Gott að heyra að veðrið var ekki of slæmt hjá ykkur, leiðinlegt að sjá hvað það voru miklar skemmdir hjá ykkur. Ég vildi líka láta ykkur vita ef þið vitið það ekki nú þegar að Ragnhildur er búin að eiga stúlkuna sína, 13 merkur, 51 cm. Ég fékk text í gær, þá var næstum því miðnætti hjá ykkur þegar hún átti stelpuna. Stelpan var föst, en gekk að lokum. Vildi bara láta ykkur vita að ný frænka er komin. Ástarkveðjur, við í Kaliforníu

Bertha Sigmundsdóttir, 15.1.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Gott að vita að allt er í lagi hjá ykkur.  Verð að viðurkenna að mér varð nú hugsað til ykkar meðan á fréttaflutningi stóð og kíkti reyndar við á síðunni til að gá hvort ekki væri allt í lagi.  Héðan er svosem ekkert að frétta, þorrabló á laugardaginn og afmælisveisla hjá Agnesi á föstudag og laugardag.

Heyrumst síðar

Guðlaug Úlfarsdóttir, 16.1.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Afmælisveislur afstaðnar.  Bestu þakkir til Sesselju fyrir að hringja.  Agnes var yfir sig hamingjusöm með það.

Mér skylst að þorrablótið hafi verið fínt og farið hið besta fram.  Ég hef ekkert frétt af kjaftasögum þannig að þetta verður ekkert djúsí. 

Hafið það gott, kveðja frá Höfn

Guðlaug Úlfarsdóttir, 21.1.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband