SÆNSKUKENNSLA

Mér datt í hug að gera hér svolitla orðabók með sænskum orðum sem gjarnan valda misskilningi hjá Íslendingum.  Svona til að hafa með í farteskinu þegar þið komið að heimsækja mig!

Fyrst ber að nefna jordgubbar sem er algjörlega samofið sænsku sumarþjóðarsálinni.  Það hefur ekkert með íslenskt subbugubb að gera heldur þvert á móti - þetta eru hin ljúffengu, sænsku jarðarber.

Ef þú heitir Kolbrún er eins gott að þú sért ekki með ofsóknaræði ef þú ferðast um í Svíþjóð.  Það er nefnilega ekkert ólíklegt að þér finnist allir vera að tala um þig.  Orðið kolla þýðir  nefnilega sjáðu!

Það sem í eyrum Íslendingsins hljómar sem kyssa hefur afar ólíka merkingu hér í Svíþjóð.  Sænska orðið kissa merkir að pissa! Gæti valdið afar SLÆMUM misskilningi Blush

Svo er það vandræðaorðið vandrarhem.  Ekki móðgast þó að ykkur sé boðin vistun á slíku heimili.  Þetta er nefnilega ekki vandræðaheimili heldur farfuglaheimili.  Þetta HEFUR virkilega valdið afar slæmum misskilningi.

Að lokum er það orðið STRAX!  Ekki búast við því að Svíar rjúki upp til handa og fóta þótt þið viljið fá eitthvað strax.  Það er hvorki af vanvirðingu né leti, hjá þeim þýðir þetta bara bráðum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

hehe vissara að hafa þetta á hreinu

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 6.2.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband