6.2.2007 | 17:32
JÓJÓ
Þriðjudagar eru JÓJÓ-dagar! (Hljómar eins og einhver skyndibita-auglýsing). Skutla Sesselju í ballett - fara beint að sækja Rebekku í skólann og keyra henni á sundæfingu - tekur því ekki að fara heim áður en þarf að sækja Sesselju í ballettinn svo að ég sæki Óla í vinnuna í staðinn - sækja Sesselju í ballettinn - tekur því ekki að fara heim áður en þarf að sækja Rebekku í sundhöllina, förum og gefum Sesselju pulsu svo að hún mæti ekki svöng á skátafund - sækjum Rebekku í sundhöllina - keyrum Sesselju á skátafund - förum heim - þá er klukkutími þangað til þarf að sækja Sesselju af skátafundinum og þá er kominn háttatími hjá þeim yngstu á heimilinu!! Svo verður þetta allt þyngra þegar kyngir niður snjó eins og í dag. Hundslappadrífa var það, heillin!
Það var semsagt fyrsti ballettíminn hjá Sesselju í dag. Hin rúmanska Daria kenndi þeim að segja halló, bless, takk og afsakið með líkamanum. Sesselju fannst ægilega gaman og við foreldrarnir verðum eflaust sérfræðingar með tímanum.
Óli var í starfsmannaviðtali í dag. Allt tekið á sálfræðinni - hvernig honum líki í vinnunni og við vinnufélagana. Fékk að vita að öllum þætti hann rosalega pigg í vinnunni. ...Hmm....þessu verð ég að bæta í misskilningsorðabókina - þetta er semsagt ekkert skylt enska orðinu pig eða svín, eins og það útleggst á íslensku. Neibb - sá sem er pigg er alveg rosalega hressss!!! Og það vitum við nú að Óli er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.