BUSL OG BIÐRAÐIR

Nú er mín aldeilis hress og endurnærð - bæði á líkama og sál Smile  Það er annað mál hvernig ástandið verður á morgun því að það er útlit fyrir HARÐSPERRUR!! Undecided  Maria plataði mig nefnilega með sér í sundhöllina í kvöld í "Wet Vest" tíma.  (Og kann ég henni miklar þakkir fyrir).  Þetta var svona vatnaþolfimi.  Maður var í sérstökum flotvestum og svo var hlaupið og sparkað og teygt og togað við mikla stuðtónlist - eins og í þolfimitíma nema bara úti í djúpu lauginni.  Þetta kom mér virkilega skemmtilega á óvart (en þeir sem þekkja mig vita að mér finnst venjulega ekkert

11304849001130484870

skemmtilegt við þolfimi eða flesta aðra hreyfingu almennt, nema þá hreyfingu helst að fletta síðunum í góðri bók).  Þetta var bara virkilega skemmtilegt, eiginlega bara alveg rosalega gaman!  Það var dálítið erfitt stundum að halda jafnvægi en svo kom þetta smám saman.

Eftir tímann stakk Maria upp á því að við færum í heita pottinn.  Munið þið1130145370 þegar ég sagði að Svíar færu alltaf í biðröð?  ...Já, þá meinti ég ALLTAF!  Líka við heita pottinn (og N.B. það er bara EINN svona buslupottur í lauginni).  Þetta var alveg bráðsniðugt.  Það eru leiðbeiningar á skilti við pottinn:

 1.  Það mega ekki vera fleiri en 8 manns í pottinum í einu.

2.  Kveikt er á vatnsnuddinu í 10 mínútur í senn.

3.  Farið upp úr pottinum þegar slokknar á vatnsnuddinu.  Þá hreinsast potturinn í 3 mínútur og á meðan má enginn vera í pottinum.  Að hreinsun lokinni fer vatnsnuddið aftur af stað og þá má fara aftur ofan í.

Já, það er sitthvað sundmenning og sundmenning!

(Myndirnar eru af ævintýrasundlauginni í Växjö sem er fimmta flottasta innisundlaug í heimi skv. óopinberum lista - sjá www.simhallen.se/vaxjo )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Takk fyrir kommentið, ég kíki nú líka alltaf mjög reglulega hérna á ykkur og því er ekkert nema sjálfsagt að kvitta. ;)
Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggið og ekki sjaldan sem maður hlær af þínum skrifum. Hefur þú aldrei hugleitt að gerast rithöfundur eða pistlahöfundur Heiða?
Allavega hafið það ofsalega gott (eins og maður reyndar sér að þið gerið :) ) og vonandi kemst ég í heimsókn til ykkar á þessu ári..það væri allavega ekki leiðinlegt.

Kveðja af klakanum
Hulda Rós

P.s. Ég væri nú alveg til í að skipta á Sundlaug Hafnar og þessari hér fyrir ofan...

Hulda Rós (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 02:08

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hmm, jú ég hef svosem látið mig dreyma um það.  En svo er maður alltaf að rekast á svo miklu hæfileikaríkara fólk, t.d. gamla nemendur sem eru alveg FRÁBÆR ljóðskáld!  Haltu þessu áfram og farðu að gefa eitthvað út, stelpa!  Er eitthvað sem þú getur ekki?

Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband