EILÍF ÁST

Í faðmlögum í 5000 ár á Ítalíu Finnst ykkur þetta ekki fallegt?  Á www.mbl.is í dag er sagt frá fornleifafundi á Ítalíu þar sem þetta par hefur hvílt í faðmlögum í 5.000 ár InLove  Sönn ást Heart út yfir gröf og dauða!  Svolítið í anda Bjarna og Jónasar hér endur fyrir löngu.

Hjartnæmt - ekki satt?  Það finnst mér.

Hins vegar fór frétt www.mbl.is af öðru ástfangnu pari um daginn nett í taugarnar á mér.  Fyrirsögnin var:  ,,HOLMES LÝSIR HAMINGJU SINNI MEÐ CRUISE" og í kjölfarið fylgir nánari útlistun: 

„Mér finnst ég mjög heppin. Ég á eiginmann og barn sem ég dái, ég á starfsferil sem ég elska. Þegar ég sest niður og horfi til baka, hugsa ég: Vá. Ég hef margt til að þakka fyrir. Með Tom líður mér eins og fegurstu konu heims og mér hefur liðið þannig frá þeim degi sem ég hitti hann. Ég elska að vera með honum. Ég elska að kalla hann eiginmann minn."

Ég samgleðst henni innilega en...  Hallóóó!!!  HVER ER FRÉTTIN???  Hún er enn ástfangin af manninum sínum eftir 2ja mánaða hjónaband.  Og...???  Ég get sagt alveg það sama um hann Óla minn eftir 18 ára samveru - kikna enn í hnjánum og allt!!  Ætti það ekki að þykja frétt í dag á tímum skyndilausna á öllum sviðum ástarlífsins:  Blind skyndistefnumót (helst af öllu sjónvarpað) hafa komið í stað langvarandi óvissu og kvíða og  hnúts í maganum, skyndibitar í stað rómantískra kvöldverða (má samt sleppa og hoppa beint yfir í næsta lið - sem er) skyndiXXX (ja, þau hafa nú sjálfsagt alltaf verið til, svona meðfram skírlífinu) stundum með aðstoð skyndipillu og svo - púff!!...  Skyndilega er skyndikynnunum lokið og kominn tími til að snúa sér að öðru(m).

Nei - ég kýs heldur hina tegundina - þessa sem endist út yfir gröf og dauða.  Svo þori ég að veðja að Kaninn verður ekki seinn á sér að taka þessa fallegu mynd og koma henni fyrir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum - fyrir komandi Valentínusardag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku besta Heiða mín. Ég er sko alveg sammála þér að þetta er falleg mynd og æðislegt að sjá að fólk getur verið saman í faðmlögum í lífi ásamt dauða. Er líka alveg sammála þér með Tom og Katie, er farin að gubba yfir þessum fréttum um þau, who cares, ekki ég. Þeim er gjörsamlega nauðgað í fjölmiðlunum hér og er það mjög sorglegt því að allir tala illa um þau og segja að hann sé búinn að heilaþvo hana og ég veit ekki hvað og hvað, látið þau bara í friði... Ég vildi segja þúsund og milljón þakkir fyrir athugasemdina þína í dag, þú ert ein af milljón og ég er heppnasta kona í heimi að eiga þig að Ég vona að eftir 18 ár með Tim eiga hnén á mér ennþá eftir að kikna... Kossar og knús, þín Bertha

Bertha Sigmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 04:53

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Jú ég er svo innilega sammála þér. Ég fékk alveg sting í hjartað þegar ég sá fréttina um fimmþúsun ára faðmlagið...... fékk mig til að trúa á sanna ást

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 9.2.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Þegar ég las fréttina um Tom og Kate gat ég ekki að því gert að ég hugsaði HVER ÞÝÐIR ÞESSA VITLEYSU ?!!  Oft er maður að pirra sig á beinþýðingum úr ensku en kannski er vandfundið betra dæmi en þetta.

Sæt þessi 5000 ára

kveðja til Svíþjóðar

Pirr, pirr 

Guðlaug Úlfarsdóttir, 12.2.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband