14.2.2007 | 15:05
ÉG ELSKA YKKUR ÖLL!!!
Y
Í dag er Valentínusardagur eða ,,Alla hjärtans dag" eins og hann heitir hér.
Y
Það er svolítið gert úr þessum degi hér, blóm og hjörtu út um allt.
Y
Diljá bjó til Valentínusarkort á leikskólanum, með hjarta-kartöflustimpli.
Y
Í skólanum hjá Sesselju er lögð áhersla á vináttu þessa vikuna og í dag lituðu krakkarnir ýmsar ,,vináttumyndir".
Y
Hjá Rebekku voru hengd hjörtu á alla skápana. Á hjartanu hennar Rebekku stóð: ,,Du är värdefull" eða þú er mikilvæg.
Y
Annars gerum við nú ekkert úr þessu hérna heima, höldum bara í okkar gömlu og góðu bónda- og konudaga (þ.e. ef Óli man eftir honum!)
Y
En í tilefni dagsins vildi ég samt senda okkar HJARTANS kveðjur til allra ættingja og vina, nær og fjær!
YY
YYY
Y
Athugasemdir
Bertha Sigmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.