15.2.2007 | 21:26
FASTIR LIÐIR
Klukkan 21:00 í fyrrakvöld að staðartíma var komið að hálfgerðri helgistund hjá mér - eða ég ætti kannski frekar að kalla það ,,quality time" með sjálfri mér... og vinkonum mínum... aðþrengdu eiginkonunum! Mér tókst FULLKOMLEGA að útiloka umhverfið og áður en ég vissi af hafði ég sogast INN Í sjónvarpið (sjá Hellisbúinn) , eins og karlmaður að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og var undir eins stödd á Bláregnsslóð þar sem hver hörmungin rak aðra í lífi vinkvennanna.
Ég veit ekki hvort meiningin sé að allar konur eigi að geta samsamað sig einhverri af aðalpersónunum. Sjálfsagt bregður einhverjum hluta af Edie, Susan, Lynette, Bree eða Gaby fyrir í okkur öllum. Þær eru jú ekki heldur ALVEG fullkomnar. Kannski er það þess vegna sem menn, eða a.m.k. konur, límast svona við skjáinn. (Þeir karlmenn sem horfa á þáttinn gera það eflaust af öðrum hvötum). Því að þrátt fyrir fegurð, frama og auðævi þurfa þær að glíma við sömu hversdagslegu vandamálin og togstreiturnar og ég og þú - (bara í miklu stærri og dramatískari skömmtum ) - og eiga í mesta basli við að höndla hamingjuna. Hún er nefnilega ekki fylgihlutur með silfurhnífapörum, sportbílum eða stöðuhækkunum (sem á íslensku útleggst: fellihýsum, fjallajeppum eða fiskveiðikvótum). Ég held að það veiti mér kannski einhvers konar andlega fullnægingu að horfa á þessa þætti og geta sagt við sjálfa mig: ,,Þrátt fyrir að ég eigi hvorki fellihýsi né flatskjásjónvarp og það sé þar að auki gat á öðrum sokknum mínum, er ég samt miklu hamingjusamari en þær .
Gleymum ekki hvar við geymum hamingjuna!
Athugasemdir
Já það er alltaf verið að hrósa þessum þáttum. Ég þarf að fara að setjast við skjáinn og horfa á þetta
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:10
Kvitti, kvitt.
Hver fylgist ekki með húsmæðrunum á Bláregnslóð, ég bara spyr?
Páskaeggjakveðjur, Unnur og co.
Unnur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.