SPORTLOV

Jæja, þá er öðru sinni komið að vikufríi í skólanum hjá stelpunum,höstlov var í október og þessa vikuna er sportlov.  Eins og nafnið gefur til kynna nota þá margir tækifærið og iðka ýmiss konar sprikl með fjölskyldunni.  Við ætlum nú að fara rólega í allt slíkt en hins vegar ætlum við að taka einn dag í vikunni í að fara til Gautaborgar og síðan ætlar Sesselja að eyða heilum degi í Harry Potter búðum, þar sem ýmislegt skemmtilegt tengt Harry Potter verður á dagskrá.

Um helgina fengum við góða gesti, sænsk hjón sem komu í mat til okkar, en dóttir þeirra er með Sesselju í bekk.  Við buðum þeim upp á íslenskan ýsurétt og í eftirrétt voru íslenskar vatnsdeigsbollur og rann þetta allt saman afar ljúflega niður.

Svo styttist í afmælið hennar Rebekku og 12. mars kemur síðan þýski skiptineminn til okkar og verður hjá okkur í viku.  Þær Rebekka skrifast á núna en síðan mun Rebekka dvelja hjá henni í Þýskalandi í eina viku í maíbyrjun.

Svo styttist bara í vorið - svei mér þá....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott ef það styttist ekki líka í London mín kæra. Var húsfreyjan ekki byrjuð í sundleikfimi?

Kveðja Ragna

Ragna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband