GAUTABORG MEÐ MEIRU

Dagurinn var heldur betur tekinn snemma í gær.  Ég ræsti stelpurnar um sexleytið og klukkan 7 var haldið af stað til Gautaborgar!  Maria systir var að fara í viðtal þar vegna sumarvinnu og pabbi og Irene fóru með.  Við komumst öll í 7 manna Fordinn okkar - afar hentugt!

Ferðin gekk vel, við stoppuðum aðeins í Borås þar sem allir helstu vörulistar Svíþjóðar hafa bækistöðvar sínar og verslanir.

Svo var komið að því að berja augum næststærstu borg Svíþjóðar í fyrsta skipti.  Það var búið að segja mér að það væri leiðinlegt að keyra í Gautaborg en - jedúdda minn - ef Kópavogur er ,,Krókavogur" þá er Gautaborg ,,Grautarborg" þegar kemur að gatnakerfinu.  Einn stór HRÆRIGRAUTUR!!  Við ætluðum aldrei að finna bílastæði og svo eru allar merkingar svo lélegar að ég keyrði í marga hringi og gerði örugglega allt nema keyra á móti einstefnu!  Nei, nei - en ég lenti inn á akrein sem var bara fyrir sporvagna og ætlaði aldrei að komast inn á BÍLAakreinina við hliðina á því að kanturinn var svo hár.  Svo loksins þegar við fundum EINA lausa stæðið í miðborg Gautaborgar, var aðkoman að því svo þröng fyrir stóra bílinn minn, að það tók mig langan tíma að komast inn í það - og þá var varla hægt að komast út úr bílnum.

Þegar út var komið mætti okkur nístandi íslenskur kuldi sem smaug í gegnum merg og bein.  Allt öðruvísi kuldi en bæði hér í Växjö og í Stokkhólmi.  Svo við flýttum okkur að komast eitthvert inn og eyddum tímanum í Gautaborg í verslunum og á innimarkaði sem heitir Saluhallen - 78905644_bfa1d12810_msaluhallen_from_th_1_galleryfullminnir óljóst á Kolaportið, en eingöngu matvæli, mjög sérstakur og sérstök stemning.  En ég sá þó miðbæinn og keyrði eftir aðalgötunni, auk þess sem við keyrðum fram hjá Ullevi leikvanginum - bæði þeim nýja, sem er mjög flottur, og þeim gamla sem er verið að rífa.

460_0___30_0_0_0_0_0_p2180007

En það er gaman að hafa aðeins séð eitthvað af Gautaborg - við eigum örugglega eftir að heimsækja hana oftar.

Annars var ég að koma af kóræfingu - ákvað að skella mér í kirkjukórinn hér í hverfinu.  Hann gerir reyndar miklu meira en að syngja í messu og æfir alls kyns lög.  Í kvöld æfðum við t.d. bæði Vivaldi og reggí!  Það var gott að komast út og hitta nýtt fólk og allir tóku mjög vel á móti mér.  Eftir æfinguna var fika, þ.e. það sem við köllum að fá okkur kaffi og með því og það var ósköp notalegt.  Í apríl á síðan að fara í dagsferð til Öland og svo er aldrei að vita nema ég geti platað allt liðið til Íslands einn góðan veðurdag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband