SPOR Í SNJÓNUM...

Diljá gerði stórkostlega uppgötvun í gær sem varð til þess að við ætluðum aldrei að komast heim til okkar frá því að sækja hana á leikskólann.  Þegar við komum út úr bílnum heima benti ég henni á hvað fótsporin eftir nýju kuldaskóna hennar væru flott í nýföllnum snjónum.  Þetta var nú eitthvað alveg nýtt og stórmerkilegt!!  Fyrst starði hún lengi á fótsporin sín.  Svo stappaði hún niður fætinum en var smástund að fatta að svo þyrfti hún að lyfta honum aftur til að geta séð fótsporið sitt.  Og leiðin heim frá bílastæðinu var löng.....  Hún gekk ýmist afturábak eða áfram, hún gekk í hringi og sveiga og skoðaði sporin sín gaumgæfilega.  Öll.

Ég elska svona augnablik!  Þegar barnið uppgötvar eitthvað nýtt og stórkostlegt í einföldustu hlutum í kringum sig.  Og svo flytja þessi augnablik mann líka aftur í tímann og maður er sjálfur orðinn barn sem nýtur fegurðarinnar sem felst í spori í snjónum...

Það fyndnasta er að ég var ekki búin að segja neinum á heimilinu frá þessari uppgötvun Diljár.  En seinnipartinn þegar ég var að fara að skutla Rebekku á sundæfingu og var sest inn í bíl, skildi ég ekkert í því hvað hún var að drolla fyrir utan bílinn.  Hvað haldiði??  Hún var að leika sér að því að búa til fótspor í snjónum!  Svo settist hún inn í bíl og fór að rifja upp hvað henni og vinkonum hennar hefði alltaf þótt það skemmtilegt!

Kannist þið ekki líka við þetta?

Nú er ég að undirbúa afmælið hennar Rebekku.  Jenný vinkona hennar kemur með henni heim úr skólanum á morgun og ætlar að gista.  Þær eru að spá í að fara í keilu og fá sér kannski pizzu.  Svo verður afmæliskaffi á laugardaginn.  Best að halda áfram að baka!  Og elskurnar, þið megið alveg skrifa ,,kvitt, kvitt" annað slagið - það yljar okkur svo um hjartaræturnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Heiða mín og þið öll

Ég kannast sko við þetta. Það er svo æðislegt að sjá börnin sín uppgvötva nýja hluti og sjá hamingjuna í andliti þeirra. Þú sagðir svo vel frá þessu að ég sá þetta alveg fyrir mér. Ég er að deyja úr spenning fyrir Júlí, ég get ekki beðið eftir að koma heim og sjá ykkur öll og eyða tíma með öllum þremur frænkum mínum. Og auðvitað ykkur Óla líka, þú veist að við eigum eftir að vaka langt fram á nótt að spjalla saman á sófanum Ég held að það sé bara orðin okkar hefð.

Vildi bara segja kvitt kvitt, og ég kíki hérna inn á hverjum einasta degi, ég var svo ánægð að sjá að þú varst búin að skrifa í dag. Ég sakna ykkar allra og er að telja niður mánuðina, dagana, liggur við mínúturnar. Sem betur fer líður tíminn hratt, hann má það alveg þangað til að ég kemst til ykkar, þá má sko tíminn líða mjög hægt...

Ástar og saknaðarkveðjur frá kaldri Kaliforníu

Bertha og co.

Bertha Sigmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 17:05

2 identicon

Til hamingju með daginn elsku Rebekka. Mikið vildum við vera með ykkur í dag og reyndar alla daga. Borðið á ykkur gat af kökum ( þær eru bara snild kökurnar þínar Heiða ), Heiðar væri alveg til í sneið af brauðtertunni.

Afmæliskveðjur frá Fákaleiru 8c

Ragna (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:27

3 identicon

Til hamingju með afmælið Rebekka.  Vonandi áttu góðan afmælisdag með fjölskyldunni og vinunum.

Sjáumst um páskana,

 Kveðja til allra, Unnur, Óli og Árni.

Unnur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband