HÚN Á AFMÆLI Í DAG...!

Sem minnir mig á að ég er búin að vera mamma í 14 ár!  Ótrúlegt - ekki finnst mér að það sé svona langt síðan.

Þegar afmælisbarnið kom heim úr skólanum með Jenny, bestu vinkonu sinni, beið afmæliskaffi, skúffukaka og hvítlaukshorn (skyldubakstur mömmunnar á afmælisdögum frumburðarins síðustu árin!)  Vinkonur hennar Sesselju voru svo heppnar að vera líka í heimsókn og allt hvarf þetta fljótt og örugglega af diskunum.  Diljá lét heldur ekki sitt eftir liggja!

Nú, svo skelltu Rebekka og Jenny sér í keilu og keyptu sér svo pizzu á eftir.  Afmælispakkinn frá Fákaleirufjölskyldunum vakti MEIRIHÁTTAR mikla lukku!  Og ég efast ekki um að afmælisbarnið sé búið að stinga íslenska namminu á leynistaðinn sinn svo að sumir (nefni engin nöfn) laumist ekki í það!  Svo var mikið hlegið, spilað á gítar og sungið.  Svo mikið að stúlkurnar voru úrvinda á eftir og háttaðar um tíuleytið!  (Jenny gisti sko).  Þetta eru sko engir venjulegir unglingar!  Hins vegar var hinn unglingurinn á heimilinu (þessi 8 ára) frekar óhress með að þurfa að fara að sofa klukkan 21, var búin að dressa sig upp, punta og varalita og syngja og dansa mikið við Jesus Christ Superstar og vildi fara að horfa á mynd!  Já, þetta er yndislegt líf!

Takk fyrir allar kveðjurnar, hringingarnar og sendingarnar til afmælisbarnsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ og kvitt kvitt bestu kveðjur frá okkur og til hamingju með afmælið Rebekka... Svava og Siggi í DK

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband