PÍTSA EÐA PIZZA...

Nei, þetta er ekki fyrirlestur um íslenskt mál þó að það standi mér nærri.  Mér finnast bara pizzurnar hérna í Svíþjóð svo fyndnar (hvernig í ósköpunum geta pizzur verið fyndnar?)  Maður hélt alltaf að pizzur væru bara pizzur.  Nánast staðlaðar eins og McDonalds og úr því að þær væru nú upprunnar á Ítalíu væru pizzurnar þar eins og pizzurnar hér og alls staðar annars staðar í heiminum.  En auðvitað er það ekki svo.  Hér eru pizzastaðir liggur við á öðru hverju götuhorni en ég hef ekki ennþá komið inn á pizzastað hér í Svíþjóð þar sem vinna Svíar (ja, nema Pizza Hut í Stokkhólmi).  Hér eru pizzubotnarnir þynnri en heima en annars eru sænsku pizzurnar almennt mjög góðar.  Áleggin eru hins vegar öðruvísi en við eigum að venjast.  Til dæmis er ekki hægt að fá pepperone-pizzu hérUndecided  Bara með einhvers konar spægipylsuSick  Og það sem kallast pfeferone (eða e-ð svoleiðis) hér og menn gætu tekið í misgripum fyrir SS-pepperone, er niðursoðinn, grænn piparávöxtur - rótsterkurW00t en góður!  Hann er t.d. alltaf settur á Kebab-pizzur, ásamt gjarnan lauk og kebabsósu eða bearnaisesósu, sem er algeng á pizzum hérShocking  Skrítnasta pizza sem ég hef fengið hér (ég lét Maríu systur um að panta og sagðist vera til í hvað sem er) var með:  skinku, svínalund, lauk, banönum, bearnaisesósu og salthnetumLoL  Hún var bara mjög góð og núna er uppáhaldspizzan mín með skinku eða kjúklingi, ananas, banönum og karrý eða bearnaisesósu!!  Já, alltaf lærir maður eitthvað nýtt.  Ég ætla hins vegar ekkert að vera að svekkja ykkur á því að tala um verðið eða nudda ykkur upp úr því að hér fái maður 4 pizzur fyrir minna verð en 2 heima.  Það væri bara kvikyndislegt af mérDevil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hæ elsku Heiða og Óli

Ég er trúlofuð... já takk fyrir, ég er trúlofuð. Ég er að rifna úr hamingju, alveg gjörsamlega að springa!!!! Tala við ykkur bráðlega, mig vantar símann hjá ykkur, er því miður búin að týna honum... Kossar og knús

Bertha Sigmundsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband