13.3.2007 | 11:17
TUSKUBUSKA OG SKIPTINEMINN
Jæja, þá er maður kominn heim eftir vel heppnaða söluferð til Stokkhólms um helgina. Ég fór með hele familien og við vorum auðvitað hjá Beggu og Steinari í góðu yfirlæti eins og venjulega. Horfðum á Melodifestivalen á laugardagskvöldinu þar sem Svíar kusu sitt framlag til Eurovision. Það var margt góðra flytjenda og laga, allt frá algjörlega óþekktum kennslukonum að koma fram opinberlega í fyrsta sinn upp í landsfræga rokkara, jafngamla rokkinu sjálfu, og inn á milli Idol-stjörnur eins og gengur og gerist.
Svíar völdu hljómsveit héðan frá Växjö sem heitir The Ark. Segjast vera rokkband en mér þykja rokkarar með maskara og augnskugga aldrei mjög sannfærandi (nema þeir séu konur auðvitað). Lagið venst ágætlega, en við skulum bara sjá hvað gerist í maí. Við kjósum auðvitað Eika - sem er alvörurokkari!
Á sunnudeginum var svo ,,tuskupartí" hjá nokkrum hressum íslenskum konum í Stokkhólmi. Þar var ég kynnt sem ,,tuskukonan" - titill sem ég veit ekki alveg hvort ég fíla. Á sænsku kallast ég hins vegar ,,miljö konsultant" eða umhverfis ráðgjafi. Miklu fínna!
Eftir vel heppnaða kynningu var svo haldið heim á leið og seinnipartinn á mánudeginum (í gær) tókum við síðan á móti Marie, þýska skiptinemanum okkar, á lestarstöðinni. Hún verður hjá okkur í eina viku og síðan fer Rebekka heim til hennar í maí. Þær eiga ýmislegt sameiginlegt, elska báðar tónlist, stærðfræði og að teikna, spila báðar á flautu og finnst gaman í keilu. Svo sýnist mér hún vera svona róleg og hæg eins og Rebekka enda eru þær báðar í fiskamerkinu! Svo að þetta gengur bara vel. Tvíburabróðir hennar er síðan á hæðinni fyrir neðan okkur hjá skólabróður Rebekku og þau ætla öll að gera eitthvað saman meðan þau systkin dvelja hér.
Það eina sem er vandamálið er að stúlkan tilkynnti mér í gær að hún væri grænmetisæta, en það hafði ekki komið fram í pappírunum sem við fengum um hana. Svo að nú er að bretta upp ermarnar og fara að töfra fram grænmetisrétti! Auf wiedersehen!
Athugasemdir
Þetta veltur allt á því hvort hún borðar mjólkurvörur, egg og fisk eins og minn skiptinemi. Ég þarf næstum ekkert að spá í þetta enda hef ég komist að því að við borðum hreint ekki svo mikið af kjöti, varla nema einu sinni, tvisvar í viku.
Guðlaug Úlfarsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:21
Elsku Heiða mín
Ekki hef ég áhyggjur af þér í grænmetiseldamennskunni, þú ert nú algjör matartöfreiðslumeistari í mínum augum. Gaman að heyra að þetta fór vel yfir helgina, ég vissi það alltaf að þú værir hörku sölukona, það leynir á ýmsum hæfileikum hjá þér!!! Ég get ekki beðið eftir að fá að smakka nokkra gænmetisrétti hjá þér í sumar, en má ég fá smá fisk með?????? Kossar og knús frá þinni nýtrúlofaðri uppáhalds amerískri frænku
Bertha Sigmundsdóttir, 13.3.2007 kl. 15:29
Besta grænmetislasanja sem ég fæ er lasanja sem að þú gerðir í mataklubb eitt sinn. Reyndar var það með hakki, en slepptu því, settu sættar kartöflur, lauk sveppi og paprikur eða annað grænmeti sem þú. Svo notar þú ostasósuna. Þetta er bara snild. Mæli með að þú smakkir þetta, þetta er nú uppskrift frá þér.
Sjáumst í London eftir örfáa daga
Ragna (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:47
Takk fyrir allar ábendingarnar, kæru vinkonur! Blessuð stúlkan virðist nú ekki vera mikið fyrir mat almennt, borðar ekki jógúrt o.þ.h., hvorki egg né fisk og mjög takmarkað úrval af grænmeti og ávöxtum og ekki heldur soja eða baunir. Helst vill hún borða spaghetti og pönnukökur! En ég ætla að taka ábendingunni um grænmetislasagnað með miklum þökkum. Á fimmtudagskvöldið er nefnilega ,,knyt kalas" - þar sem allar fjölskyldurnar hittast og koma með e-ð að borða með sér. Ég var einmitt að spá í að mæta með mitt rómaða lasagne og líka grænmetislasagne. Bon appetit!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.