VEIKUR SKIPTINEMI:(

Ég geng hér um gólf og veit ekki hvað ég á af mér að gera - alveg dottin úr sambandi.  Aumingja Marie, þýski skiptineminn okkar lenti inn á spítalann hér.  Í morgun tók kennarinn hennar eftir því að hún leit eitthvað undarlega út - hægri helmingur andlitsins var lamaður.  Hún er búin að vera í rannsóknum, blóðprufum og var á leið í mergprufu þegar ég fékk fréttirnar frá skólanum.  Þeir halda að hún hafi fengið sýkingu í andlitstaugina eftir skordýr sem heitir festing á sænsku og getur borið með sér alvarlega taugasjúkdóma.  En það tekur tíma að koma fram svo að hún hefur verið bitin í Þýskalandi.

Ég er alveg í rusli og get ekki ímyndað mér hvernig foreldrum hennar líður heima í Þýskalandi.  Barnið á sjúkrahúsi í ókunnu landi, dauðskelkuð og þarf á fjölskyldu sinni að halda, talar ekki málið og bara pínulitla ensku.

Ég bíð bara frekari frétta, veit ekkert hvort hún verður á spítalanum í nótt, þótt ég geri frekar ráð fyrir því.  Vona að við fáum þá að heimsækja hana, greyið.  Okkur var sagt að halda okkar striki fyrir veisluna í kvöld svo að ég ætla núna að reyna að einbeita mér að því að gera lasagnað klárt.  Sendið Marie góða strauma fyrir okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Æ, Vonandi jafnar Marie sig fljótt og vel.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 15.3.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

ÆÆÆÆÆÆÆÆ, en hræðilegt. Ég vona að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt og að henni batni bráðlega. Ég get rétt svo ímyndað mér hvernig þér líður, þetta er ekkert smá erfitt að ganga í gegnum eitthvað svona. Vonandi líður henni betur í kvöld svo að þið getið farið og heimsótt hana. Ég sendi ykkur og henni alla mína góðu strauma, ég vona að þetta endi allt vel. Hang in there, elskan, þetta verður allt í lagi

Bertha Sigmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband