15.3.2007 | 19:30
VEIKUR SKIPTINEMI II
Marie er komin af spítalanum og til okkar aftur. Það er ekki búið að finna hvað er að, það er a.m.k. ekki festing-bit eins og þeir héldu. Hálft andlitið er enn lamað og verður nokkrar vikur að jafna sig en hún ber sig vel - ótrúlega dugleg. Kennarinn hennar frá Þýskalandi var með henni í allan dag og svo skutla ég þeim tveimur aftur á spítalann í fyrramálið þar sem hún á að hitta læknana aftur.
En hún mætti beint af spítalanum í matarveisluna með öllum hinum krökkunum og fjölskyldunum svo að það var gaman fyrir hana. Maria systir mætti líka og Katja, þýskur háskólanemi sem leigir hjá Maríu. Það var því fjölþjóðleg stemning við borðið hjá okkur og stundum vissi maður ekkert hvaða mál maður átti að tala. Nú er bara að reyna að finna tíma til að hugsa sér til hreyfings því að við Óli erum víst að fara til London á laugardagsmorguninn.
Athugasemdir
Gott að heyra, ég var einmitt að lesa á blogginu hennar Rebekku að Marie væri komin heim, greyið litla. Gott að heyra að hún sé svona dugleg, og vonandi að þeir komist að því hvað þetta er á morgun. Ég veit að þú hlýtur að hafa verið heldur stressuð yfir þessu, gott að þetta er búið í bili. Hvenær fer hún svo heim? Ég ætla að hringja í ykkur á morgun, áður en þið farið til London
Bertha Sigmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.