6.6.2006 | 02:24
Niðurtalning hafin: 15 dagar
Jæja, nú styttist í brottför hjá okkur. Eftir 15 daga flytjumst við búferlum til Svíþjóðar. Við höfum ákveðið að halda úti bloggsíðu (aldrei datt mér í hug að ég ætti það eftir) til að ættingjar og vinir geti betur fylgst með okkur. Þá erum við ekki eins langt í burtu.
Nú erum við bara á fullu að pakka, aðallega ég samt því að Óli er enn á hækjum greyið svo að hann situr aðallega og horfir á MIG pakka niður - jú og heldur á límbandinu! Við erum búin að fá íbúð og Óli er búinn að fá vinnu við að múra hjá Ottosson svo að þetta er allt að ganga upp!
Fylgist spennt með Ævintýrum Heiðu og Óla í Svíþjóð!
Athugasemdir
Hæ hæ erum við ekki bara fyrst... gangi ykkur vel og munið bara að fara vel með ykkur. Heiða mín viltu passa Óla og kysstu hann frá Sigga.... Hilsen fra Danmark Svava
Svava (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.