13 dagar í brottför

Það er allt í fullum gangi að ganga frá hinum ýmsu málum.  Ég fór með Diljá á sýsluskrifstofuna í gær til að sækja um vegabréf fyrir hana.  Eili náði að smella af henni nothæfri mynd eftir nokkrar tilraunir - það er jú svo erfitt að þurfa að sitja kyrr- sem fór svo beint inn i sérstaka tölvu.  Þegar Diljá síðan fer í gegnum brottfararhliðið í Leifsstöð, mun myndavél þar taka mynd af henni og tölva mun síðan bera hana saman við myndina í vegabréfinu.  Sú tölva mun meira að segja geta greint á milli eineggja tvíbura þó að mannsaugað geti það ekki!  Jahá, Stóri bróðir er staðreynd.

Heiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já stóri bróðir er allstaðar en stóra systir bíður í Svíþjóð og telur dagana með þér.

Begga (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband