3.4.2007 | 12:11
BRANDARI
Þessi fylgdi með í launaumslaginu hans Óla í dag.
Ungur piltur kemur inn í apótekið og biður apótekarann um smokk. Hann er frekar vandræðalegur og finnst að hann þurfi að gefa skýringu á innkaupunum. ,,Kærastan mín bauð mér í kvöldmat og ég er viss um að ef allt gengur vel, munum við eyða nóttinni saman." Áður en hann borgar ákveður hann að bæta einum smokki við og segir: ,,Systir kærustunnar minnar daðrar stundum við mig. Ég er viss um að hún er hrifin af mér svo að kannski hef ég heppnina með mér þar líka í kvöld." Hann tekur upp veskið sitt og greiðir fyrir þrjá smokka um leið og hann útskýrir: ,,Mamma kærustunnar minnar er ung og hugguleg. Ég held að henni líki vel við mig og það er ekkert ólíklegt að ég eigi möguleika þar LÍKA."
Þegar allir sitja saman við kvöldverðarborðið um kvöldið er byrjað á því að fara með borðbæn. Að henni lokinni taka allir upp hnífapörin sín nema ungi pilturinn sem heldur áfram að biðja. Eftir drjúga stund ýtir kærastan við honum og segir: ,,Ég vissi ekki að þú værir svona trúaður." Þá svarar hann: ,,Og ég vissi ekki að pabbi þinn væri apótekari...!!"
Athugasemdir
Góður
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 3.4.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.