KOSTA OG BODA

Við erum svo sannarlega búin að njóta þess að hafa Unni og Óla hjá okkur síðustu daga.  Fórum í skoðunarferð í bæinn og í gær fóru þau síðan í verslunarleiðangur.  Nú á eftir er ferðinni heitið í glerverksmiðjuna í Kosta, sem er um 45 km héðan.  Þar ætlum við að skoða hvernig glerið frá Kosta Boda er búið til, en þetta eru í rauninni tveir bæir - annar heitir Kosta og hinn Boda.

Á morgun ætlum við síðan að skoða hinn sögufræga kastala í Kalmar og taka með okkur nesti og snæða í hallargarðinum.  Vonum að veðrið á morgun verði eins fallegt og í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband