9.6.2006 | 23:36
12 dagar í brottför
Ooooooh, ég nenni svo ekki að pakka!!! Hér eru pappakassar og töskur úti um allt og ég snýst bara í hringi innan um þetta allt saman. Best að sofa bara á þessu og safna kröftum fyrir morgundaginn. Það gerir Óli, enda dauðþreyttur eftir fiskirí dagsins. Hann er orðinn svo sprækur að hann skellti sér bara í fjörðinn með gamla sínum og þeir mokveiddu alveg af silungi sem þýskir túristar gæða sér nú á á hótelinu. Kalli sagði að Óli væri alveg SVAKALEG aflakló. Hmmm, það hefði nú verið gott að fá að vita það aðeins FYRR!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.