11.6.2006 | 22:18
TÍU..........
Sjómannadagurinn. Rigning.
Um miðjan dag brá mér heldur en ekki í brún við ægileg vein er bárust frá sjóaranum síkáta af neðri hæðinni. Fylgdu þessu, að því er mér heyrðist helst, stympingar miklar, stapp og læti og í fyrstu datt mér helst í hug að um væri að ræða framhald af sjómannadagsgleðinni frá því í gærkvöldi. En hljóðin ágerðust svo að mér var ekki orðið um sel. Það var engu líkar en verið væri að drepa manninn. ,,Sem betur fer býr læknirinn hér í stigaganginum", hugsaði ég. Í því kom Óli heim og fattaði fljótlega hvað var í gangi: Heimsmeistarakeppnin í fótbolta!!
Núna er Rebekka með kveðjupartí fyrir sína bestu vini, Bríeti, Önnu Regínu, Guðlaugu, Hjörvar og Ölmu. Þau fengu sér pizzu á hótelinu og eru nú að horfa á ,,Fun with Dick and Jane" og éta nammi, snakk og gulrætur. Stelpurnar ætla síðan allar að sofa í einni flatsæng í stofunni í nótt en Hjörvar afþakkaði boðið pent!
ÁFRAM ÍSLAND!!!......eða eitthvað!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.