12.6.2006 | 18:45
NÍU.........
Jæja, nú er þetta allt að smella. Við erum búin að fá íbúð til bráðabirgða þangað til leiguíbúðin okkar losnar í lok ágúst. Fengum 2ja herbergja, 54 m2 stúdentaíbúð sem er laus bara í sumar - svo að það passar okkur akkurat!
Ætlaði að kaupa í matinn en tímdi ekki að kaupa kjúklingabringurnar á 2.500 kall kg vitandi að eftir nokkra daga fæ ég þær á 500 kall kg. Svo ég keypti bara Gestgjafann í staðinn og læt mig dreyma.
Rebekka er sofnuð - dauðþreytt eftir partíið í gær. Það var sungið í Sing Star til miðnættis og síðan skvaldrað og hlegið langt fram yfir miðnætti!
Í dag var heitasti dagurinn í Stokkhólmi í lengri tíma (heimild: Guðrún B. Helgadóttir). Yfir 30 stig.
Á sama tíma var slydda í Skagafirði.
Hej då!
Athugasemdir
Ég veit sko alveg hvað þú átt við Heiða mín, það verður ekkert smá gaman fyrir ykkur að versla í Svíþjóð, þið verðið örugglega bara hoppandi og skoppandi í búðunum af ánægju, þá sérstaklega eftir að vera úti í hitanum allan daginn!!! Gaman að heyra að þetta er allt að koma hjá ykkur, ég les á hverjum degi, get ekki beðið að heyra hvernig þetta verður allt hjá ykkur þegar þið komið út. Koss og knús til ykkar allra, vonandi er Rebekka búin að jafna sig...
bertha (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.