FJÓRIR, ÞRÍR, TVEIR, EINN...

Jæja, við höfum haft í nógu að snúast.  Lögðum af stað til Reykjavíkur á sjálfan þjóðhátíðardaginn kl. 14:30 (Begga, þú hafðir rétt fyrir þér) og vorum komin í bæinn rétt fyrir átta.  Drifum okkur út að borða með mömmu, systkinum mínum, mökum og nokkrum stórum börnum.  Fengum okkur indverskan mat sem var afar hresssssssandi....og góður.

Sunnudaginn 18. júní drifum við okkur í sund með Birnu og hennar strákum, Tóta og Huldu Steinunni og Emil hennar Jónínu, sem hefur verið að skottast með Sævari frænda sínum hér með okkur.  Að loknu sundinu var kaffihlaðborð hjá Dóru systur þar sem við systkinin hittumst aftur ásamt fleira góðu fólki.  Um kvöldið fórum við síðan í mat til Unnar og Óla - það var alveg meiriháttar gott.

Svo vorum við eitthvað að stússast í gær.  Fórum með Sesselju í mælingu og HÚN ER AÐ STÆKKA STELPAN!!!  Hún er semsagt farin að sveigja aftur uppá við og hún er að sjálfsögðu mjög ánægð yfir því.  Um sexleytið var síðan haldið í Hafnarfjörðinn þar sem við fengum okkur að snæða hjá Röggu systur og Birni.  Aftur voru systkinin o.fl. þar samankomin - mjög notalegt.  Að lokum skelltum við Óli okkur svo í bíó í gær og sáum Da Vinci lykilinn. Ég ákvað að gera mér engar væntingar um myndina þar sem ég hafði lesið bókina en mér fannst myndin MJÖG GÓÐ og koma efni bókarinnar ótrúlega vel til skila.

Í dag verðum við svo að stússast úti í bæ og ætlum að reyna að elda okkur fisk í kvöldmatinn hér á Sóleyjargötunni.  Það verður síðasta kvöldmáltíðin á Íslandi í bili og svo fljúgum við út kl. 7:15 í fyrramálið.  Stelpunum líst ekkert á að þurfa að vakna uppúr kl. 3 í nótt!

Elskurnar mínar - Verið dugleg að heimsækja okkur á heimasíðuna og ég skal reyna að vera dugleg að skrifa.  Kvittið svona annað slagið svo að bloggsíðan verði ekki einmana.  Svo sé ég ykkur örugglega næsta sumar í fermingunni hennar Rebekku og fyrir þá sem eru í Reykjavík - þá er þetta ekkert mikið lengra í burtu en Hornafjörðurinn!

Næst skrifa ég ykkur frá Svíaríki!  Óli og stelpurnar biðja að heilsa.  Hej då!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Heiða, Óli, Rebekka, Sesselja og Diljá. Gangi ykkur allt í haginn þarna í Svíaríki. Við erum nú ekki svo ýkja langt hvor frá annarri og þessi fína heimasíða styttir spölinn svo þú verður að vera dugleg að skrifa af ykkur.

Unnur (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 19:29

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku fólkið mitt

Góða ferð, njótið sólarinnar, vina og vandamanna, og ekki gleyma mér því að núna finnst mér ég enn lengra í burtu frá ykkur, en það er bara í vegalengd, ekki í hjarta mínu. Hlakka til þess að fylgjast með ykkur, kossar og knús!!!

Bertha Sigmundsdóttir, 21.6.2006 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband