22.6.2006 | 09:45
DAGUR 1
Í dag ætlum við í bæinn með lestinni og kaupa sumarföt á fjölskylduna og jarðarber.
Óli er búinn að hringja í vinnuveitandann og á að hitta hann á þriðjudagsmorgninum.
Begga hringdi fyrir mig í lækni og útbrotin á Diljá stafa af vírus - ,,hand-, mouth and foot disease" - (handa-, munn- og fótaveiki) sem stundum hefur verið kallað gin- og klaufaveiki í börnum. Þetta gengur yfir á viku og hún er alveg spræk að öðru leyti svo að þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.
Nýja netfangið okkar - fyrir þá sem vilja senda okkur póst - er alveg eins og það gamla, nema @gmail.com í staðinn fyrir @isholf.is.
Er þetta orðið raunverulegt fyrir okkur? ...........................Nei, ekki alveg!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.