ÞAÐ ER VOR Í LOFTI OG VINDUR HLÝR...

GETRAUN:  Hvaða smellur frá níunda áratugnum hófst svo og hver söng?

Maður er að upplifa eitthvað alveg nýtt núna - vor í Svíþjóð - og það er alveg yndislegt.  Skógurinn lifnar allur og klæðist í sinn græna skrúða.  Reyndar má líka sjá hvítan og fagurgulan lit á blómstrandi trjám að ekki sé minnst á kirsuberjatrén sem skarta bleiku, eins og prinsessurnar mínar!  Og undir öllu þessu undri hljómar svo margbreytilegur og fagur fuglasöngur.  Sumir dagar eru eins og heitustu sumardagar heima á Íslandi, svo koma dagar með svona 8-12 stigum inn á milli.  Ef þetta eru sænskir umhleypingar get ég alveg sætt mig við þáWink  Heima á Íslandi var sumarið alltaf mín uppáhalds árstíð en hér - hér er það sko pottþétt vorið!!  Ekki kalt og ekki of heitt.  Það var ekki um annað að ræða í dag en að fara í bæinn og kaupa sumarföt á Sesselju og Diljá - já, nú leggjum við úlpum, húfum og vettlingum og við taka stuttbuxur, hlýrabolir og sandalar.  Ég vildi bara óska þess að þið gætuð öll verið hér og notið þessa með okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi smellur er með Eiríki Haukssyni og heitir "gull" að mig minnir.  allavega fjallar textinn um "gullfund" í Reykjavík fyrir margt löngu.  Ekki satt?

 Hér er lík komið vor.  Hitinn um 9 gráður dag eftir dag og rignir nógu mikið til að fá trén til að taka við sér.  Semsagt, yndislegt.

 Bestu kveðjur.

Unnur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hmmm - það voru heldur dræmar undirtektir við getrauninni minni - en...HÚN UNNUR KLIKKAR EKKI Á ÞVÍ!!  Ekki frekar en fyrri daginn.  Og vinningurinn er:  persónuleg heimsókn frá mér sjálfri í sumar, þar sem við getum raulað saman:  ,,Það er vor í lofti og vindur hlýr...."

Aðalheiður Haraldsdóttir, 6.5.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband