DAGUR 2

Í dag halda Svíar upp á Midsommar og flestir eru í fríi í vinnunni.  Af því tilefni er Begga, í þessum skrifuðu orðum, að setja á jarðarberjatertu (og syngur með Hífopp æpti karlinn) sem er víst ómissandi á miðsumarhátíðinni (sko kakan, ekki lagið).  Diljá situr svo yfir jarðarberjaskálinni og bíður eftir að fá að borða.

Hulda Steinunn kom í dag og þær Sesselja eru auðvitað límdar saman.  Annars eru bara allir í afslöppun í dag.  Við Rebekka ætlum að spila Matador á eftir.  Steinar reddaði nýju spili frá Íslandi sem kom með Huldu þannig að Rebekka varð nú ekki lítið kát!  Hún er líka búin að fá gemsann sinn og sænskt gemsanúmer.

Steinar er að vinna smáaukaverk fyrir nágrannann og Óli skrapp með honum í vinnuna - aðeins að taka í - enda hefur hann aldrei á æfinni verið svona lengi frá vinnu.

Jæja, kakan og Matadorið bíða!  Bless, bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband