Á FERÐ OG FLUGI

Jæja, við erum að pakka Rebekku upp eftir fermingarbarnamótið til þess eins að geta pakkað henni aftur niður fyrir Þýskalandsferðina sem hún leggur upp í í fyrramálið.  Fermingarbarnamótið var svo skemmtilegt hjá henni að hún mátti varla vera að því að muna að hún ætti foreldra...sem vekur blendnar tilfinningar.  Auðvitað er maður ánægður yfir að það skuli vera svona gaman hjá henni og einnig yfir auknu sjálfstæði og sjálfstrausti.  Á hinn bóginn vill maður auðvitað finna að barnið sakni manns kannski smá og þurfi að heyra í mömmu og pabba...helst á hverjum degi.  O, jæja - þetta var ekkert.  Á morgun fer hún bara í annað land og verður bara í HEILA VIKU hjá einhverju fólki sem maður þekki ekki neitt.  En hafið engar áhyggjur - það verður örugglega allt í lagi með...mig! Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég vona það svo innilega að það verði allt í lagi með þig, elsku Heiða mín. Ég get sko rétt ímyndað mér hvernig þér líður. Tvíburarnir fóru í burtu í fjóra daga í fyrra, í Vísindaferð með 5. bekknum sínum, og var það ekkert smá erfitt að sjá þær fara. Svo fór ég til New York sama dag og þær komu tilbaka, þannig að ég sá þær ekki í viku. Þá höfðu þær frá svo miklu að segja, að þær gleymdu að segja mér hversu mikið þær söknuðu mín 

Það er gaman að sjá að Rebekka sé með aukið sjálfstraust og sé að verða sjálfstæð ung kona, en auðvitað er erfitt að ímynda sér hana öðruvísi en litlu sætu rauðhærðu dúlluna, sem að Óli leyfði að fljúga á fótleggjunum sínum.  Ég veit að það á eftir að vera spennandi fyrir hana að hitta Maríu aftur í Deutschland, en vonandi mun hún nú hringja í ykkur nokkrum sinnum á meðan hún er í burtu.

Farðu vel með þig, og það eru bara aðeins meira en tveir mánuðir þangað til að við hittumst á Íslandi í sumar, ég get ekki beðið... Kossar og knús til ykkar allra

Bertha Sigmundsdóttir, 7.5.2007 kl. 14:39

2 identicon

Hæhæ lenti inn á þessa síðu þína í gegnum hann Heiðar Hornfirðing og kíki svo aftur og aftur af því þú ert svo skemmtilegur bloggari :o) og nú bara stóðst ég ekki mátið að skilja eftir komment er með mitt elsta afkvæmi 15 ára á árinu ( Andri Fannar) og skil því vel og hló dátt að síðustu setningunni hjá þér :o) Hann er einmitt á kafi í hinum ýmsu áhugamálum og oft mikið að heimann og já say no more....
Frábært blogg.
Kv Áslaug ( eitt sinn búsett á Höfn og  þar á undan í Suðursveit )

p.s Bið að heilsa bóndanum tók þátt í einu "showi" á Hótel Höfn með þeim félögum.

Áslaug (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Ja, hérna.  Takk fyrir þetta Áslaug.  Ég er satt að segja steinhissa á að þetta brölt mitt í bloggheimum, sem var bara ætlað til að auðvelda ættingjum og vinum að fylgjast með okkur hérna í útlöndunum, skuli vekja forvitni og kátínu annarra.  En gaman að heyra   Óli biður fyrir kveðju til baka, hann man vel eftir þér.  Gangi þér vel með unglinginn!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband