10.5.2007 | 14:57
FJÖLÞJÓÐLEGT JÚRÓVISJONPARTÝ!
Jæja - þá er að setja sig í gírinn fyrir kvöldið. Búin að taka út kjúllann, eftir að kaupa snakk og fleiri óþarfa nauðsynjar og svo bý ég til góðu Nachos ídýfuna sem hún Ragna kenndi mér að gera. Mmmmm....
Það verður fjölþjóðlegt partý hér í kvöld - Maria systir kemur til okkar og síðan ætlar hún Bertha Jónína að koma til okkar líka. ??? ,,...hva, hva, hva, - hvu - hvernig????" - gætuð þið spurt. Hún er jú í Kaliforníu!! Svarið er einfalt - Live on Internet!! Þvílík snilld. Hún ætlar að horfa á keppnina á netinu, þá er klukkan 12 á hádegi hjá henni, svo kveikjum við bara á vefmyndavélunum og let the show begin!! Ég BARA elska þessa tækni.
Ég hef nú ekki heyrt alveg öll lögin í keppninni. Hef t.d. bara heyrt það íslenska einu sinni á netinu og þá á íslensku. Það vefst samt ekkert fyrir okkur hvaða lag við kjósum! Það verður spennandi að sjá hvort Eika tekst að hífa okkur upp í aðalkeppnina.
Sænska lagið finnst mér ekkert sérstakt, það voru mörg lög betri en það í undankeppninni hér. En þessir strákar eru vinsælir hér og hljómsveitin The Ark er meira að segja héðan frá Växjö. Söngvarinn er prestsonur frá Rottne sem er um 12 km héðan og gekk í tónlistarskólann hér. Í viðtali við hann í bæjarblaðinu eftir keppnina sló hann því fram í gríni að nú yrði að skíra götu eftir hljómsveitinni, eða a.m.k. eins og eitt hringtorg - en hér bera öll hringtorg nafn ( og þau eru sko ekki fá!). Svo var ég að sjá í bæjarblaðinu núna að ákveðið hefur verið að skíra hringtorgið við Rottne eftir hljómsveitinni!!
Svíar eignuðust núna líka sína útgáfu af ,,Alveg týpískt júróviskjonlag" - Það heitir Värsta schlagen (Versti smellurinn) og í textanum segir m.a.
Om man inte vill sabba
sina chanser att vinna
kan man sno nåt från ABBA
och se risken försvinna
sem gæti útlagst svo:
Ef þú ætlar að trónaefst á toppnum í lokin
lánar ABBA þér tóna
og þá er áhættan fokin
...það hefur svosem virkað fyrir þá áður. Hlustið á byrjunina á laugardaginn - ekki laust við smá Waterloo þar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.