15.5.2007 | 16:44
LITLI KOKKURINN
Ég bara VERÐ að segja frá henni yngstu dóttur minni. Eins og mönnum er kunnugt og margoft hefur komið fram er hún matargat hið mesta og elskar allt sem snýr að matseld. Hefur hún t.d. lýst yfir ást sinni á kokkabók Helgu Sigurðar og veit ekkert skemmtilegra en að stússast með mér í eldhúsinu. Uppáhaldsbókin hennar er Tumi bakar og þannig mætti lengi telja.
Nýjasta uppátækið hjá henni er að ná sér í ókeypis uppskriftabækling í hvert sinn sem við förum út í búð og þegar heim er komið situr hún og ,,les" upphátt úr myndskreyttum bæklingnum, um sítrónur og tómata og rjóma og brauð, af mikilli innlifun! Þau verða góð saman í sumar, hún og Brynjar frændi hennar sem er á sama aldri, en uppáhaldssjónvarpsefnið hjá honum mun víst vera sjónvarpskokkurinn Nigella!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.