26.5.2007 | 16:51
YFIR HÖFUÐ......STÓR!!
Jæja - þar kom að því. Það hlaut að gerast. Búið að stefna í þetta lengi svosem. Var bara tímaspursmál. Já, já - bara spurning um hvenær en ekki hvort.
Þegar Rebekka kom fram í morgun var eitthvað öðruvísi en venjulega. Það var eitthvað sem truflaði mig. Eitthvað var breytt. Allt í einu áttaði ég mig, tók í hendina á henni og dró hana að speglinum í forstofunni. Og - jú, jú. Það var ekki um að villast. LITLA STELPAN MÍN ER ORÐIN STÆRRI EN ÉG!! Ja, hérna hér. Svona hálfum sentimetra. Ótrúlegt. Hvað tíminn flýgur. Nú getur hún sagt ,,mamma litla" við mig. Ó, hvað ég vona að hún noti þetta ekki gegn mér þegar kemur að því að hormónaflæðið ræni hana viti og rænu og orsaki hjá henni stundarbrjálæði, eins og stundum gerist hjá fólki á þessum aldri. ,,Mamma litla." Nú er ég bara stærri en hún á annan veginn - ekki hinn. Nú er bara að sjá hvar þetta endar allt saman. Nei, nei - ég er ekkert með móral yfir þessu. Finnst þetta bara sætt. Stóra stelpan mín. Öll að verða fullorðin!
Athugasemdir
Synir mínir eru báðir vaxnir mér yfir höfuð Þeir eru 17 og 21. Taka þó ennþá mark á mömmu sinni þótt þeim finnist hún stundum gera of mikið úr litlu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.5.2007 kl. 16:29
hehe, já ég get trúað því að þetta sé soldið skrítin tilfinning, þegar krílin vaxa yfir mann :)
Styttist í þetta hjá mér!
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.5.2007 kl. 02:28
Já, þetta er sko ekki skemmtilegt...Mikaela er bara sex ára, og nær mér uppí axlir...ég get ekki ímyndað mér hvernig það verður þegar hún er orðin stærri en ég...ætli hún verði ekki bara átta ára
Bertha Sigmundsdóttir, 28.5.2007 kl. 17:09
Við ættum kannski bara að býtta á stelpum, Bertha! Það eru afar litlar líkur á að Sesselja vaxi mér yfir höfðuð, þrátt fyrir vaxtarhormónasprauturnar, og allar líkur á að hún verði í mesta lagi 10 sm hærri en þú - sjálfsagt mun lágvaxnari en Mikaela.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 28.5.2007 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.