ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ JAZZ...

Hafið þið tekið eftir því að fyrir hvert einasta smáatvik í lífinu má finna viðeigandi dægurlagatitil? 

Það var jasshátíð hér í Växjö um helgina.  Reyndar sem hluti af menningarhátíð.  Við vorum nú ekkert að eltast við þetta en ákváðum að kíkja í miðbæinn á laugardeginum.  Þar er gamalt bíó, Palladium, og þar frítt inn á alla viðburðina.  Við ætluðum upphaflega að kíkja á bigband sem átti að spila þar en lentum í vitlausan sal þar sem var barnadagskrá.  Og hún líka svona stórskemmtileg.  Ungir og stórgóðir tónlistarmenn, svona á menntaskólaaldri og rúmlega það, léku, spiluðu og sungu fyrir börnin, sem sátu á sessum á gólfinu - voða kósý!  Þetta voru greinilega barnavísur sem allir kunnu, í jassútsetningum auðvitað.  Til dæmis var strengjasveit, fjórar fiðlur og selló, sem lék syrpu af lögum úr þáttum og myndum Astridar Lindgren - Lína, Emil, Ronja og allir hinir, alveg ólýsanlega flott.  Í lokin var síðan leikið aðalstefið úr barnatímanum - svona eins og Stundin okkar heima - og síðan stef úr þekktustu barnaþáttunum, eins og t.d. Franklín og lagið úr Múmínálfunum.  Vakti mikla lukku.  Sesselja tók virkan þátt í þessu öllu saman, dansaði og sprellaði og Diljá var alveg hugfangin.  Vildi samt ekki dansa við Kalla á þakinu.

Mér finnst þetta alveg dæmigert hér, þegar eitthvað svona er skipulagt þá gleyma menn aldrei að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin.  Og það er ekkert hálfkák á hlutunum.  Það var greinilega búið að leggja mikla vinnu í þessa dagskrá og hún sniðin algjörlega að börnunum.  Bigbandið gleymdist alveg - jú, Óli kíkti aðeins í restina en - þetta var bara svo gaman!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hæ hæ, er loksins búin að skrifa um Chicago ferðina mína, tékkaðu á því, elskan. Gaman að heyra að þessi hátíð var svona skemmtileg fyrir alla helgina... Sjáumst í Júlí

Bertha Sigmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skemmtilegt að lesa. Kveðja til þín.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 14:48

3 identicon

Ég er hjartanlega sammála titlinum á þessum pistli.

Annars er ég að stefna á að koma til Svíþjóðar í seinni part ágúst og er stefnan tekin á Stokkhólm í allavega eina viku og svo hugsanlega eitthvað flakk. Það væri alveg frábært ef þið gætuð eitthvað hjálpað mér með Hótel eða góða staði sem vert er að sjá? (Þá kannski einhverja jazz og blús-pöbba sem þið vitið af?)

Hvað er aftur tölvupóstnetfangið hjá ykkur? Endilega sendið mér línu ef þið hafið tíma til að leiðbeina mér eitthvað með þetta í sumar. ;-) Eða þegar þið komið til landsins.

Annars er allt gott að frétta nóg að gera í blúsnum og alltaf stuð :-)

Kveðja.
Hulda Rós

Hulda Rós (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband