MÅLILLA - STOCKHOLM

Nú erum við stödd hjá pabba í Målilla yfir helgina í algjörri afslöppun og njótum þess í botn!  Við keyrum svo aftur heim til Växjö seinnipartinn í dag, það eru ekki nema 100 km á milli.

Á miðvikudaginn tek ég síðan lest upp til Stokkhólms með stelpurnar og verð þar fram á þriðjudag.  Óli kemur svo með lest á föstudeginum og fer aftur heim á sunnudegi en við erum að fara á tónleika með sjálfum ERIC CLAPTON í Globen á laugardagskvöldinu og hlökkum að sjálfsögðu mikið til.

Lífið er farið að ganga sinn vanagang.  Óla gengur vel í vinnunni og er alltaf kominn snemma heim!  Við stelpurnar dundum okkur á daginn, förum stundum niður í bæ.  Það er stór og fallegur grasagarður á bak við dómkirkjuna og þar eru leiktæki og klifurtré og gott að skreppa þangað með nesti og liggja og sóla sig á meðan stelpurnar leika sér.  Þar er nóg pláss fyrir þær að hlaupa um.

Hér í bænum er líka alveg meiriháttar flott baðströnd og þangað erum við búin að fara tvisvar sinnum og eigum örugglega eftir að fara oftar.  Ströndin er við risastórt vatn, en þau eru mörg hér í bænum, og þar njóta stelpurnar sín alveg í botn.  Begga og Steinar komu í heimsókn með Huldu Steinunni og voru hjá okkur í nokkra daga og fóru m.a. með okkur á ströndina.  Diljá hafði meira en nóg að gera - svo mikið að hún mátti ekki vera að því að borða og er þá mikið sagt eins og menn vita!  Hún hljóp alltaf í vatnið og kom svo hlaupandi aftur -  en þá sá hún að hún var með sand á tánum og varð að hlaupa aftur út í vatnið til að skola þær.  Kom svo aftur, en - æ - þá var hún aftur orðin skítug á tánum og varð að skola sig!  Og svona gekk þetta aftur og aftur.

Diljá bíður svo eftir að Bogga amma komi í heimsókn.  Fór allt í einu að tala um það um daginn - vildi að Bogga amma kæmi til að gefa henni að borða - nema hvað!

Bestu kveðjur frá okkur öllum hér í sæluríkinu Svíþjóð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hej á ekkert að fara að gefa upp símanúmerið hjá stórfjölskyldunni í Sverige.... Verðum að fara að heyra í ykkur eða allavega Siggi í Óla Bestu kveðjur úr hitanum hérna megin við sundið.... Svava og >

Svava (IP-tala skráð) 23.7.2006 kl. 15:45

2 identicon

Vonandi skemmtið þið ykkur jafn vel og við á Clapton.Biðjum að heilsa, sérstakt knús til stelpnana.Kveðja valdís og Bragi

Valdís Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2006 kl. 20:57

3 identicon

Það er gott að ykkur líður vel. Góða skemmtun á Eric Clapton.
Kv Gunnar og Guðbjörg

Gunnar Ingi Valgeirsson (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 16:49

4 identicon

Þetta hljómar ofsalega vel hjá ykkur. Góða skemmtun á Eric Clapton, þið eruð ótrúlega heppin að komast á tónleika með honum. Bið að heilsa í bili. Kv. Hulda Rós

Hulda Rós (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband