10.6.2007 | 13:55
BLÓMALAND
Ég held að Svíar tali jafnmikið um blóm, plöntur og skóga eins og við Íslendingar um veður! Ég held svei mér þá að þar sem tveir Svíar koma saman, þá berist talið á einhverjum tímapunkti að gróðrinum í kringum þá. Og önnur hver manneskja sýsli við einhverja garðrækt heima hjá sér. Það hefur a.m.k. verið mín upplifun þar sem ég hef hitt foreldra bekkjarfélaga dætra minna, gengið fram hjá grönnum á spjalli þegar ég labba heim úr búðinni og í kórpartýinu sem ég sagði frá hér á síðunni, lokaðist heilinn á mér algjörlega eftir 15 mínútna umræður um hvar og hvernig væri nú best að rækta aspas. Ekki það að mér finnist þetta leiðinlegt, alls ekki, þetta er bara svolítið nýtt fyrir manni. En auðvitað er þetta eðlilegt í landi sem er jafn mikið ,,blómaland" og Svíþjóð er.
Vorum að koma af ströndinni. Vatnið er nú kannski ekki orðið alveg nógu heitt fyrir fullorðna fólkið en krakkarnir undu sér vel. Og að busla í vatninu á ströndinni er ÞAÐ EINA sem Diljá tekur framyfir það að borða
Verið nú dugleg að kvitta í gestabók eða athugasemdir - það er svo gaman að sjá hverjir kíkja við hjá okkur. Ég vildi bara óska að þið væru hér í blíðunni hjá okkur.
Athugasemdir
Ég vildi sko líka óska þess heitt að ég væri hjá ykkur í blíðunni, eða að þið væruð hjá okkur í blíðunni...en við verðum saman í staðinn í kuldanum og rigningunni á Íslandi eftir mánuð...er byrjuð að telja niður dagana, og svei mér þá ef að það eru ekki bara 31 þangað til...get ekki beðið
Bertha Sigmundsdóttir, 10.6.2007 kl. 15:08
Já skelfing væri ég til í að hafa möguleika á að rækta pínulítið meira hérna heldur en maður gerir í dag :o) aðallega jarðaber í mínum garði og jú reyndar gulrætur í ár í fyrra var þar slatti af káli líka og þetta kemur vel út en já Aspas hehe hvernig ræktar maður hann :o) nei ég segi svona.
Hafði það sem allra best hér í Nesk er búið að vera frábært veður í heila viku maður er bara í sandölum og ermalausum bol , eins og segir í laginu.
Áslaug ( einu sinni Hornfirðingur) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:59
Já það er gott að vera í blíðunni. En hér er líka loksins komið sumar og íslenska sumarið er nú alveg einstakt. Annars heyrði ég sagt í útvarpinu í morgun: "það er bara verst þegar sumarið hittir á að bera upp á vinnudag".
Bestu kveðjur úr íslensku sumri, Unnur og co.
Unnur (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:33
Ég kíki við annan hvern dag......
Er mikið mál að fá vinnu í svíþjóð ? En heimili ? En garð til að rækta aspas ?
kiss og klemm frá kuldaríkinu Ísland
elina (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:36
Ella mín, fyrir svona há- og víðmenntaða eða fjölmenntaða konu eins og þig er nóg af vinnu. Það vantar t.d. alltaf sjúkraliða og ég er viss um að starfsaðstaðan er miklu betri en heima. Húsnæði held ég að sé frekar auðvelt að fá á góðum kjörum, stundum með garði, stundum með svölum, stundum hvortveggja. Hann Sten sem ræktaði aspasinn flutti hann nú úr garðinum inn í gróðurhús eftir 2 ár og þar dafnaði hann miklu betur. Svo var heilmikil umræða um hvítan og grænan aspas en þá var mín búin að slökkva á heilanum! Drífðu þig bara í heimsókn og kíktu á dýrðina! Var ég búin að nefna að það er baðströnd hérna??
Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.