NOKKRIR PUNKTAR...

  • Vorum að fara á ströndina um daginn þegar kona kom hlaupandi með nánast nýja skauta!  Sagði óðamála að systir hennar væri að flytja og hreinsa út úr kompunni og vildi alls ekki henda þessu.  Hvort við ættum þessi börn og vildum eiga þá!  Jú takk.  ALMENNILEGT!
  • Hélt ég væri orðin vitlaus um miðjan dag á sunnudaginn þegar mér fannst ég heyra lúðrablástur.  Leit út um eldhússgluggann og þá var stúdentaveisla í næsta garði.  Ég naut þess að hlusta á gömul popp- og rokklög ásamt sænskum ættjarðar- og stúdentalögum á meðan ég eldaði matinn!  SKEMMTILEGT!
  • Rakst á stúdenta í bænum í dag.  Fóru öll í gönguferð saman eftir útskrift í kirkjunni, stelpurnar ALLAR í hvítum kjólum og strákarnir ALLIR í svörtum jakkafötum.  Bindin í öllum regnbogans litum þó.  Gengu um miðbæinn og sungu og blésu í flautur.  ÖÐRUVÍSI.
  • Sum fyrirtæki hér bera skondin nöfn.  Hér er líkamsræktarstöð sem heitir Friskis och svettis!  Húðflúrstofa sem heitir House of pain!  Og bílasala sem heitir Stela bil!  FYNDIÐ!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband