VILTU GERA MÉR GREIÐA?? GREIÐA!

Ég auglýsi hér með eftir fermingargreiðslu!  Þ.e. hárgreiðslu.

O.K. ég veit það núna að sunnudagur í lok júlí er ekki heppilegasti dagurinn en því verður ekki breytt úr þessu.  Ég er búin að hringja í 4 eða 5 hárgreiðslustofur í Reykjavík en það vill enginn taka að sér að greiða stelpunni minni á fermingardaginn hennarFrown  Það er nú ekki eins og þetta séu einhver ósköp, hárið krullað frá náttúrunnar hendi og frekar stutt!  Hún er líka þannig gerð að hún vill hafa allt einfalt og látlaust.

Svo að ef einhver þarna úti þekkir flinka hárgreiðslukonu eða -mann sem vill taka þetta að sér (og kannski sjæna mömmuna smá í leiðinni), látið mig endilega vita.  Ég hef ekki efni á að hringja í allar hárgreiðslustofur í bænum héðan frá útlöndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hæ Heiða mín. Ég skal spyrja eina vinkonu mína, hún er hárgreiðslukona að menntun, og vinnur á einhverri stofu í Keflavík (þar sem hún býr líka), en hún væri kannski alveg til í að koma og fiffa ykkur til þann daginn. Hún er nefnilega hérna í Kaliforníu í heimsókn í L.A. og er kannski að koma í heimsókn til mín á morgun, ég skal tala við hana. Ég er ekki alveg viss um hvað hún myndi vilja fá borgað, get spyrt hana af því líka. Bara nítján dagar þangað til að ég sé þig og ykkur, er að deyja úr spenning, get varla beðið

Bertha Sigmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 14:20

2 identicon

Auðun hennar Láru systir er giftur einni hárgreiðsludömu...

Á ég að spyrja?

elina (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:11

3 identicon

Vinkona hennar Helgu frænku (sem þið hittuð í Tivoli um daginn) er hárgreiðslukona. Helga er að fara í mat til hennar í kvöld og ætlar að tjekka á því hvort hún hafi tíma 29. júlí.

Og við erum búin að panta far heim, komum 27. júlí :) Hlökkum ofsalega til að hitta ykkur!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband