22.6.2007 | 10:34
ÚTSKÝRUM HÆTTURNAR
Sumum finnst ég kannski oft með óþarfa áhyggjur en það er aldrei of varlega farið vil ég meina. Foreldrar verða að vara börn sín við hættum í umhverfinu og útskýra þær fyrir þeim. Við megum ekki vanmeta börnin okkar - ef við segjum við 8 ára gamalt barn: ,,Þú mátt ekki leika þér þarna" án frekari útskýringa er hætt við að það fari inn um annað eyrað og jafnóðum út um hitt. Mín reynsla er sú að ef við gefum okkur tíma til að setjast niður með barninu og ræða við það um það sem getur gerst og hugsanlega hefur gerst, þá sitji það frekar í barninu og það segi jafnvel öðrum börnum frá því. En börn eru fljót að gleyma og við verðum að minna þau á - aftur og aftur og aftur - líka þegar þau eru í umsjón fullorðinna.
Átta ára stúlka hætt komin á ylströndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.