ÞAÐ ER ALLT Á FLOTI....

Hah!  Þar gabbaði ég ykkurGrin  Þið hélduð auðvitað að það væri allt á floti hjá MÉR eftir að hafa horft á fréttirnar.  Jú, vissulega hefur hann skvett hressilega úr sér en við höfum nú sem betur fer sloppið við flóð og vegskemmdir hér í Växjö og næsta nágrenni, en ástandið er slæmt sunnan við okkur.  Ég sá einmitt fyrirsögn í blaði áðan um fyrsta fórnarlambið.  Kona á leið heim úr veislu lenti með bílinn sinn á kaf á veginum og fannst látin 9 tímum síðar.  Afar sorglegt og manni finnst eiginlega ótrúlegt að svona geti gerst hérna.  Það á víst að rigna hér í Suður-Svíþjóð langt fram í næstu viku en norðan við okkur hefur bara verið blíðskaparveður.

Ég vona bara að mér takist að pakka sólinni í Stokkhólmi niður hjá mér þegar við komum í næstu viku og að skúraveðrið hér fyrir sunnan laumist ekki með.  Annars NENNI ÉG EKKI að pakka niður!  Það er bara eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri.  Að pakka niður!!Crying  Veit ekki af hverju.  Örugglega eitthvað sálrænt af því að ég er svo heimakær.  Hreiðrið okkar hér er orðið svo notalegt og kósý að ég tími varla að yfirgefa það.

Hvað um það - ferðinni er heitið til Íslands og það verður auðvitað æðislegt að komast heim.  Fá sér snúð og kjöt í karrý og flatbrauð með hangikjöti og Rommý og Síríus súkkulaði og Sambó lakkrís og íslenskar kjötbollur og fiskibollur með lauk og soðin fisk og steiktan fisk og ofnbakaðan fisk og gratíneraðan fisk og soðin fisk aftur og svo....það ljúffengasta af öllu....íslenskan humarW00t  Vona að hann hafi ekki allur klárast á humarhátíðinni.

En best af öllu verður auðvitað að hitta ykkur öll!  Sjáumst hress og kát!!Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ókei, Heiða mín, núna er ég bara orðin svöng, mig langar sko í íslenskan fisk núna, takk... Hlakka ekkert smá til þess að sjá ykkur á miðvikudaginn, er sjálf að væflast í því að pakka, veit ekki hverju ég á að pakka, er vön að pakka alltof miklu, og svo nota ég aldrei helminginn af fötunum sem ég pakka, þannig að ég er búin að pakka, taka úr töskunni, pakka, taka úr, og svo pakka. Og það var allt í gær, í dag mun ég eflaust ganga í gegnum þetta aftur, hring eftir hring...

Kossar og knús til ykkar og ég sé ykkur eftir hádegi á miðvikudaginn, hlakka svooooooooooona mikið til

Bertha Sigmundsdóttir, 8.7.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband