9.8.2006 | 19:27
ÖLL AD HRESSAST
Jaeja, Diljá er miklu hressari í dag. Skurdlaeknirinn (sem hefur tvisvar sinnum komid til Íslands og meira ad segja til Hornafjardar) kom í morgun og saumadi skurdinn betur saman, en thad mátti ekki loka honum alveg í adgerdinni af thví ad botnlanginn var sprunginn. Dagurinn hefur farid í thad ad reyna ad fá Diljá til ad borda og nú í kvöld bordadi hún HEILA BRAUDSNEID sem er hennar staersta afrek á spítalanum hingad til. Hún er búin ad vera mikid á fótum í dag ad leika sér og bangsinn hennar er búinn ad fá marga, marga plástra, sprautur og sárabindi. Hún var bara ad sofna núna (kl. 21 ad stadartíma) og Óli er hjá henni núna.
Ef hún verdur dugleg ad borda á morgun eru gódar líkur á ad vid fáum ad fara heim á morgun, segja hjúkrunarkonurnar hér. Hér er ósköp notalegt ad vera, afar rólegt og ekki thessi ys og thys sem madur hefur upplifad á íslenskum spítölum og starfsfólkid alveg yndislegt. Ekki hafdi madur nú búist vid ad kynnast innvidum saensk spítala strax - en svona er thetta nú bara.
Kaerar thakkir fyrir gódar kvedjur.
Heida.
Athugasemdir
Þetta voru meiri fréttirnar. En gott að allt er á réttri leið hjá Diljánni. Hún verður örugglega orðin hress innan tíðar og farin að borða. Gangi ykkur vel og bestu kveðjur úr Bogahlíðinni.
Unnur (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 21:57
Æðislegt að heyra að hún Diljá mín er öll farin að hressast, elsku dúllan!!! Ég held áfram að fylgjast með, vona að þið komist heim bráðlega.
Bestu kveðjur
Bertha og börn
Bertha Sigmundsdóttir, 10.8.2006 kl. 03:53
Já það var nú ekki að spyrja að því auðvitað hristir hún þetta af sér eins og ekkert sé, önnur eins kraftakerling og hún nú er. En mikið er gott að heyra að hún sé að hressast og þið að komast heim aftur.
Bestu kveðjur úr Miðtúninu
Guðlaug Úlfarsdóttir, 10.8.2006 kl. 14:26
Heil og sæl og við sendum ykkur bestu óskir um góðan bata. Förum svo að heyra í ykkur elskurnar og gangi ykkur vel með litla sjúklinginn Kveðja Svava og Siggi í Danmörku
Svava Bjarnadóttir , 11.8.2006 kl. 09:27
Þetta skilaboð er kannski dálítið skrítið en... Ég heiti Jim Wood. Ég er að leita eftir B.A. ritgerðið þitt 'Það var sagt mér að skrifa ritgerð.' Ég er málvísindanemandi hjá Háskólinum New Hampshire í Bandaríkjunum. Ég fann þig í rítaskráin hennar Joan Maling og hennar Sigríðar Sigurjónsdóttar. Er til einhver vefsíður þar sem ég gæti sótt hana? Takk fyrir hjálpina!
-Jim Wood
P.S. Þú getur séð nafnið mitt á vefsíðinu http://pubpages.unh.edu/~ngn/undergrad_research.htm , til að vera viss að ég sé í alvöru málvísindanemandi.
Jim Wood (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 22:41
Þetta skilaboð er kannski dálítið skrítið en... Ég heiti Jim Wood. Ég er að leita eftir B.A. ritgerðið þitt 'Það var sagt mér að skrifa ritgerð.' Ég er málvísindanemandi hjá Háskólinum New Hampshire í Bandaríkjunum. Ég fann þig í rítaskráin hennar Joan Maling og hennar Sigríðar Sigurjónsdóttar. Er til einhver vefsíður þar sem ég gæti sótt hana? Takk fyrir hjálpina!
-Jim Wood
P.S. Þú getur séð nafnið mitt á vefsíðinu http://pubpages.unh.edu/~ngn/undergrad_research.htm , til að vera viss að ég sé í alvöru málvísindanemandi.
Jim Wood (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.