26.7.2007 | 23:43
Ó BORG, MÍN BORG
Nú erum við búin að vera í Reykjavík síðan á sunnudagskvöld. Veðrið hefur leikið við okkur í höfuðborginni og það er mjööööög langt síðan við höfum slappað svona vel og lengi af hér í Reykjavík. Erum vanari því að hendast hingað í stressi og þeytast á milli Kringlunnar og Smáralindar. Við brugðum okkur t.d. í gönguferð um miðbæinn og upp eftir Laugaveginum og þegar ég fór að hugsa málið uppgötvaði ég að þetta var í fyrsta sinn sem Diljá og Sesselja gengu eftir Laugaveginum!! Þetta gengur náttúrulega ekki!
Diljá fór í sína fyrstu bíóferð að sjá Shrek 3 og það var auðvitað rosalega mikil upplifun fyrir hana. Síðan er búið að fara í sund og gefa öndunum á Tjörninni brauð - það var líka mjög spennandi. Diljá var svo óhrædd að hún rétti gæsunum bara brauðbitana og kippti sér ekki mikið upp við það þó það væri nartað aðeins í puttann á henni. Henni fannst svo gaman að skoða fuglana að ég hélt hreinlega að hún ætlaði að hoppa út í Tjörnina til að sjá þá betur!
Svo er það auðvitað fermingarundirbúningurinn. Ég er svo heppin að eiga FULLT af systrum sem gera þetta allt leikandi létt Við hlökkum mikið til sunnudagsins. Rebekka tekur ferminguna alvarlega, eins og auðvitað á að gera. Hún fermist ein þannig að við getum fengið að ráða ýmsu um athöfnina, t.d. tónlistarflutningnum, og hlökkum til fallegrar og skemmtilegrar athafnar. Svo verður auðvitað frábært að hitta alla ættingjana og vinina á eftir og njóta góðs matar!
Ísland er farið að síast aðeins inn í mann aftur, umskiptin taka smátíma, það er alltaf gott að koma aftur heim!
Athugasemdir
Velkomin aftur heim til Vaxjö, gaman að vita að fermingin og Íslandsferðin gekk svona vel, og að þið voruð ekki að farast úr stressi, það er sko enginn smá munur Takk fyrir símtalið á afmælinu mínu, og núna bíð ég bara spennt eftir að heyra ferðasöguna ykkar, og líka að sjá myndir úr fermingunni... Ástar- og saknaðarkveðjur til ykkar frá okkur, kysstu dúllurnar mínar
Bertha Sigmundsdóttir, 8.8.2007 kl. 05:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.