VINDÖLD, VARGÖLD...

Ég er eiginlega hálf miður mín núna.  Á flakki mínu um sjónvarpsrásirnar rakst ég á þátt á Discovery um nýja tegund af rafdrifnum byssum.  Ég á bara ekki orð yfir þetta.  Þarna stærðu framleiðendur sig af skammbyssu sem er einstaklega létt og getur skotið 3 skotum á sekúntu.  Og hernaðardrápsvélum sem skjóta 16 þúsund skotum á sekúntu eða 1 milljón skota á mínútu, eða þá 250 þúsund handsprengjum á mínútu.  Það verður hægt að nota þessi vopn í herflugvélum og skipum og já, svo fást þau líka með skynjara.  Mannshöndin þarf hvergi að koma nærri, tólið skýtur bara niður allt sem hreyfist í kringum það.  Afar hentugt!

 

Ég hugsaði bara með mér hvað gerist þegar þessar byssur komast á göturnar í henni Ameríku, sem þær munu örugglega gera með tímanum.  Hvað gerist þegar Bandaríkjamenn sitja ekki lengur einir að þessum vopnum?  Hvað munu menn verða reiðubúnir að gera til að koma höndum yfir þessi vopn?  Þarna sat ég stjörf yfir þessum hörmunarhugsunum öllum saman þegar þulur þáttarins klykkti út með því að segja:  ,,Á vígvöllum framtíðarinnar...!!”  Hvað meina menn eiginlega???  Á meðan meirihluta mannkyns dreymir fagra drauma um frið á jörðu eru aðrir greinilega bara í því að skapa martraðir!!  ,,Á vígvöllum framtíðarinnar.”  Ég er kannski bara svona græn að skilja ekki svona hugsanahátt.

Eigið þið ljúfa drauma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband