LJÚFA LÍF...

Jæja, nú er lífið að komast í fastar skorður hér.  Veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum aftur út og við erum búin að skreppa einu sinni á ströndina.  Sesselja er reyndar búin að fara oftar því að hún hefur fengið að fara með vinkonum sínum líka.  Hún er úti alla daga og liggur við að krakkarnir sláist um að leika við hana - ég veit ekki hvernig þetta endar.  Um daginn var hún úti að leika en síðan þurftum við að fara niður í bæ - og ég get svarið það - það var bara grátur og gnístran tanna hjá krökkunum í hverfinuCrying  Annars var mjög gaman í bænum um síðustu helgi á Karl Oscar dögunum.  Það var tívolí, af lifandi tónlist og útimarkaðir í miðbænum og mikil stemning.

Diljá byrjaði á nýja leikskólanum í morgun og leist bara vel á hann.  Það eru 32 börn á deildinni hennar sem er mjög stór, tekur alla neðri hæðina og skiptist í nokkur herbergi en það er gler á milli þeirra allra svo að það er auðvelt að fylgjast með hvað hinir krakkarnir eru að gera.  Hún verður ekki í vandræðum með að eignast vini þar!

Óli er byrjaður á hjómsveitaræfingum aftur og er að fara að spila þann 1. september með blúsbandinu.  Þ.e. ef eitthvað verður eftir af honum því að hann er svo sólbrenndur að hvaða karfi sem er væri stoltur af að kalla sig Óla Kalla í dag!!

Svo er undirbúningur fyrir afmæli í fullum gangi, verið að baka á fullu því að nú þekkir Sesselja orðið svo marga að það verður bara ,,Fákaleirustíll" á afmælinu hennar í ár.  Auk þess ætlar slatti af mömmum að koma líka, forvitnar að komast í svona íslenskt kaffiboð eða ,,fika" eins og það er kallað hér.  Síðan þegar skólinn er byrjaður ætlar hún að bjóða stelpunum í bekknum í afmæli, kannski í keiluhöllinni!

Heyriði, já!  Ég vil endilega vekja athygli á nýja bloggvininum mínum, dr. Ragnari, sem er með bloggið sitt fullt af sjúklega girnilegum uppskriftum.  Ég mæli reyndar með að menn breiði yfir lyklaborðið sitt áður en þeir hefja lesturinn á blogginu hans því að það er ekki annað hægt en slefa yfir því sem þar er fært í letur!

Jæja, kæru landsmenn, ættingjar og vinir!  Þið megið alveg vera pínulítið duglegri að kvitta fyrir innlitið.  Ég er farin að halda að það lesi mig ekki nokkur maður nema hún Bertha mín og svona tveir aðrir (snöft)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

oh strönd, tívolí, lifandi tónlist og útimarkaðir.......  þvílíkur draumur. Þú ert í paradís

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Ég veit  Vantar bara fleiri Íslendinga til að njóta þess með mér!!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:48

3 identicon

Ég skal sko kvitta fyrir þig Heiða mín.

Það styttist óðum í ferðina okkar og mikill spenningur á ferðinni. Ég er alveg á fullu að skoða Stokkhólm, myndir og hina ýmsu möguleika til afþreygingar. Alveg er ljóst að nóg er í boði.
Verðum í bandi þegar nær dregur.
Svo væri nú draumurinn að fá að heyra í bandinu hans Óla einhverntíman.. hvað með Norðurljósablúshátíð á Höfn í mars?

Hulda Rós (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Jahá, þú segir nokkuð!  Það er bara aldrei að vita.  Góða ferð til Stokkhólms og góða skemmtun á STAMPEN!!    Láttu endilega heyra frá þér!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 14:36

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Heiða mín, ég er nú bara alveg viss um að margir lesi bloggið þitt, og gangi glaðir í burtu frá tölvunni eftir lesturinn, þú ert svo yndislegur penni Ég hef staðið upp frá tölvunni mörgum sinnum með hlýtt hjarta og bros á vör, bara útaf þínum skrifum... Ég mun halda áfram að lesa og kvitta fyrir mig, ég vona að aðrir byrji að gera það sama

Bertha Sigmundsdóttir, 15.8.2007 kl. 06:20

6 identicon

Halló, halló. 

Gott að þið njótið lífsins nú sem áður.  Innilegar hamingjuóskir í tilafni dagsins elsku Sesselja Mist.  Veit að það verður fjör í veislunni. 

Bestu kveðjur, Unnur, Óli og Árni.

Unnur (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, ELSKU BESTA SESSELJA OKKAR VIÐ SENDUM ÞÉR ÖLL OKKAR INNILEGUSTU KVEÐJUR Í TILEFNI DAGSINS, OG VIÐ VONUM AÐ VEISLAN ÞÍN HAFI VERIÐ EINS FRÁBÆR OG ÞÚ ERT

VIÐ ELSKUM ÞIG OG SÖKNUM ÞÍN, OG MIKIÐ VAR NÚ GAMAN AÐ SJÁ ÞIG Á ÍSLANDI, ELSKU BESTA FRÆNKA (FRÁ BERTHU FRÆNKU). NJÓTTU DAGSINS, ELSKAN

Bertha Sigmundsdóttir, 16.8.2007 kl. 04:17

8 Smámynd: Guðlaug Úlfarsdóttir

Hæ hæ og takk fyrir síðast.

Innilegustu hamingjuóskir með 9 ára afmælið Sesselja mín.  Agnes er búin að búa til kortið en ég er á námskeiði svo ég kem pakkanum sennilega ekki í póst fyrr en á morgun.

Bestu kveðjur frá okkur öllum 

Guðlaug Úlfarsdóttir, 16.8.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband