19.8.2007 | 10:43
NEWTON
Þegar ég var að sækja Sesselju heim til Aneu vinkonu hennar um daginn bauð Caroline, mamma hennar, mér út í bakgarðinn hjá sér. Garðurinn hennar er risastór og alveg æðislegur, með lítilli froskatjörn, hengirúmi milli tveggja trjáa og ýmsum listaverkum eftir hana sjálfa. Þarna stóðum við og spjölluðum þegar ég heyrði allt í einu dynk við hliðina á mér. Þegar ég leit á jörðina við hliðina á mér var hún þakin gulum eplum! Mér leið bara eins og Newton - svei mér þá! Caroline togaði þá í grein á trénu og valdi handa mér fallegt epli. Mmmmm, þvílíkt sælgæti Síðan sýndi Caroline mér ferskjutréð sitt og gaf mér bláber. Hún er líka með vínber, hindber og brómber í garðinum sínum auk alls kyns kryddjurta.
Í gær var Sesselja síðan að leika við Aneu og kom heim með fullan poka af nýtíndum perum sem hún hafði sjálf tínt! Caroline og Pierre eru með þrjú perutré í garðinum sínum og þetta voru bara perur af einni grein! Þette er eitt af því sem mér finnst svo æðislegt hér í Svíþjóð.
Nú dreymir mig ljúfa drauma um lítið hús, epla- og perutré, hindber og jarðarber......
Best að fara að finna uppskrift að perupæi
Athugasemdir
Vá algjör draumagarður, eitthvað gott í gogginn í hverju horni. Svo finnast mér svona froskatjarnir svo sjarmerandi .... vildi að ég ætti eina svoleiðis
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 21.8.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.