HEFURÐU SÉÐ PÚÐLUHUND HÚLA OG FÍL STANDA Á HAUS?

Það sáum við í kvöld! W00t  Það er nefnilega sirkus í bænum  Sirkusinn er sænskur (rekinn af Svíum og með höfuðstöðvar í Svíþjóð) en listamennirnir koma alls staðar að úr heiminum.  Þarna var m.a. pólskt púðluhundaatriði þar sem einn púðluhundurinn dansaði með húlahring - ég er ekki að grínast.  Hundarnir voru svona eins og Dalton bræður (í Lukku-Láka bókunum) - þ.e. mismunandi stórir.  Það voru ótrúleg loftfimleikaatriði með kínverskum listamönnum, frábærir trúðar frá Rússlandi, töframaður, hjólreiðaatriði, hestar, úlfaldar, fílar, söngatriði o.fl.

Sjáið heimasíðu sirkussins og myndir hér:  www.cirkusmaximum.se 

Þetta var sem sagt alvöru sirkus, rosalega flott 2ja tíma sýning og í hléinu gafst börnum kostur á að fara á bak á pónýhestum og úlföldum!  Diljá fór á pónýhest og var leidd af manni í gulli skreyttum sirkusbúning, eins og Sesselja þegar hún settist á bak úlfaldanum!  Þær voru leiddar tvo hringi í sirkushringnum og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það var ekki mikil upplifun.

Komu heim þreyttar og sælar og rotuðust um leið og þær lögðust á koddann.  En nú eru sirkusdraumar teknir við af Idol-draumum hjá Sesselju...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband